Lictenvoorde í Hollandi, 15. maí 2025
Ég reyni að fylgjast með Skólaþróunarspjallinu á Facebook því þar birtast stöðugt fréttir af skólastarfi um umfjöllun um mikilvæg mál tengd menntun. Í vikunni datt þar inn spurning um góð hlaðvörp um skólaþróun og ég missti mig aðeins í að stinga upp á slíkum. En svo er hætta á að þráðurinn tínist í magni frábærra þráða, svo ég ætla að festa niður uppástungurnar sem voru komnar, og annað sem ég hef hlustað á.
Stjórnandi: Guðmundur Finnbogason
Umræða um útikennslu, fjölbreytta kennsluhætti og fleira tengt menntun.
Stjórnandi: Kristrún Lind Birgisdóttir
Umræða um námskrár og skólamál með fjölmörgum dæmum úr starfi Ásgarðsskóla, skóla í skýjunum
Stjórnandi: Þorsteinn Surmeli
Umræða um menntun og skólamál.
Stjórnandi: Berglind Axelsdóttir
Umræða um mál, læsi og líðan á vegum Menntavísinda og Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og Rannsókna- og fræðslustofu um þroska, læsi og líðan barna og ungmenna
Stjórnandi: Kennslumiðstöð Háskóla Íslands
Umræða um menntun og háskólakennslu
Stjórnendur: Marta Goðadóttir, Áslaug Björk Eggertsdóttir og Íris Sigurðardóttir
Umfjöllun um rannsóknir á Menntavísindasviði HÍ
Umsjón: Eggert Gunnarsson
Umræða tengd langtímarannsókn sem vísindafólk við Menntavísindasvið Háskóla íslands gerði á stöðu ýmissa þátta í heilbrigði ungra Íslendinga.
Umsjón: Sigurður Sigurðsson
Umræða um samstarf heimila og skóla
Stjórnendur: Sigrún Björnsdóttir, Erla Stefánsdóttir og Unnur Lárusdóttir
Umræða um ýmis verkefni á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar
Stjórnandi: Ingileif Ástvaldsdóttir
Umræða um menntun og skólamál.
Stjórnandi: Íris Björk Eysteinsdóttir
Umræða kennslu og kennara.
Stjórnendur: Brynja Stefánsdóttir og Heiða Björg Árnadóttir
Umræða um starf Stapaskóla, m.a. nemendastýrðir þættir.
Stjórnandi: Jennifer Gonzales
Umræða og fræðsla um menntun og kennslu. Á vefsíðu Jennifer Gonzales má nálgast meira efni og margt mjög hagnýtt fyrir kennara.
Stjórnendur: Billy Burke og Sarah Philp
Umræða um menntamál, frá skosku sjónarhorni