Í Seljakoti eru tvær matstofur, ein fyrir Mýri og Móa og önnur fyrir Sel, Ból og Kot.
Í matstofu er hlaðborð þar sem börnin skammta sér sjálf á diskinn en þau alltaf hvött til að smakka allan mat. Börnin geta valið hversu lengi þau borða, við hvaða borð þau sitja og hjá hverjum þau sitja. Þegar þau eru orðin södd og sæl ganga þau frá sínum borðbúnaði og fara inn á sína deild. Þar eru þau í frjálsum leik á meðan matstofa stendur yfir.
Matmálstíminn á að vera ánægjuleg og róleg stund þar sem ýtt er undir góðar matarvenjur, hlustað á rólega tónlist og notið matarins í fallegu umhverfi. Kennarar aðstoða börnin eftir þörfum og samhliða því valdeflast þau og sjálfstæði eykst.
Ef að barnið ykkar er með greint ofnæmi eða óþol þarf að skila inn læknisvottorði því til staðfestingar.
Ef barnið ykkar kýs grænmetis- eða plöntufæði er mikilvægt að láta stjórnendur vita af því.
Maturinn í Seljakoti kemur frá Sölufélagi garðyrkjumanna. Hér er hægt að skoða matseðil