Vala er samskiptaform leikskóla og heimilis og því mikilvægt að allir foreldrar nálgist það í app- eða playstore. Í Völu er hægt að senda skilaboð á leikskólann, skrá fjarvistir, skoða myndir úr starfinu og lesa upplýsingapósta. Þar sjá forráðamenn einnig hvernig börn á yngri deildum borðuðu og sváfu í hádeginu.