Í Seljakoti eru 84 börn og er þeim aldursskipt á fimm deildir.
Í Mýri og Móa eru yngri börnin og í Seli, Koti og Bóli eru eldri börnin.
Kot, Ból & Sel - árg. 2020 - 2022
Mýri & Mói - árg. 2022 - 2024
Með því að hafa hópanna aldursskipta geta börnin valið um fleiri félaga á sínum aldri, starfið verður markvissara og námið aðlagað að þroska barnanna.
Í skólanámskrá má m.a. lesa um hugmyndafræði og markmið skólans og í starfsáætlun er að finna innra mat deilda. Þar geta foreldrar m.a. lesið nánar um starfsemi hverrar deildar fyrir sig. Skólanámskrá og starfsáætlun má nálgast á heimasvæði leikskólans