Iðjan er hreyfisalurinn okkar og fara öll börn í skipulagðar hreyfistundir einu sinni í viku.
Í Iðjunni er markvisst unnið að eflingu alhliða hreyfiþroska með sérstaka áherslu á líkamlegt og andlegt heilbrigði. Í Iðju er marvíslegur búnaður sem örvar samhæfingu, jafnvægi og grófhreyfingar. Að auki felur starfið í sér félagslegt samspil þar sem börnin læra að skiptast á, vinna saman, hlusta, bíða og fara eftir fyrirrmælum og leikreglum.
Smiðjan er listarýmið okkar og fara öll börn í listsköpun einu sinni í viku, stundum oftar.
Í Smiðjunni er efnisveita sem hefur að geyma fjölbreyttan efnivið úr umhverfinu, málningu, pappír, lím, skæri og margt fleira. Börn og kennarar hafa aðgang að efnisveitunni og nýta hana til markvissrar vinnu sem og frjálsrar sköpunar.
Í listsköpun felst námið í ferlinu sjálfu í stað endanlegrar útkomu. Áhersla er lögð á að barnið fái hugmynd, útfærir og skapar og að barnið upplifi trú á eigin getu og gleði yfir eigin sköpunarkrafti.