Á afmælisdegi barns er barnið í hávegum haft. Barnið býr til afmæliskórónu og er miðpunktur dagsins. Barnið velur sér m.a. afmælisdisk, glas og diskamottu til borðskreytinga í matstofu og fær skikkju. Það er ekki í boði að koma með veitingar að heiman.
Ef að foreldrar vilja bjóða börnunum af deildinni í afmæli er hægt að fá upplýsingar hjá kennurum á deild barnsins um símanúmer foreldra.
Það eru vinsamleg tilmæli að bjóða í afmæli utan leikskólans og setja ekki boðskort í hólf barnanna.