Í Seljakoti er unnið með Vináttu, forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti. Námsefnið inniheldur sögur, tónlist, samræðuspjöld og bangsa sem hvert barn fær við upphaf skólagöngunnar.
Bangsinn heitir Blær og er táknmynd vináttunnar. Blær er alltaf til taks í leikskólanum, börnin taka hann með sér í hvíld, knúsa hann eftir þörfum og taka hann með í leik.
Í gegnum Blæ og Vináttuverkefnið læra börnin að þekkja sínar eigin tilfinningar og að bera virðingu fyrir tilfinningum annarra.
Á Spotify er hægt að hlusta á lögin hjá Blæ.