Allir foreldrar í Seljakoti eru í foreldrafélaginu en sex foreldrar skipa stjórnina ásamt áheyrnafulltrúi starfsmanna. Kosið er í nýja stjórn að hausti.
Foreldrar greiða í sjóð sem innheimtist tvisvar á ári. Þessi sjóður hefur greitt fyrir leiksýningar, rútukostnað, sveitaferð, boli fyrir sumarhátíð og fleira.
Í foreldraráði sitja þrír foreldrar auk leikskólastjóra og er kosið í ráðið að hausti.
Tilgangur foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefnda um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfi.