Við upphaf leikskóladvalar eru forráðamenn boðaðir í viðtal. Þar er farið yfir starf leikskólans, aflað upplýsinga um barnið og nánustu aðstandendur þess ásamt því að foreldrar skrifa undir ýmis eyðublöð.
Foreldraviðtöl eru haldin tvisvar á hverju skólaári þar sem er farið yfir líðan, þroska og framfarir barnanna.
Foreldrum geta þar að auki alltaf óskað eftir viðtali við deildarstjóra, leikskólastjóra eða sérkennslustjóra. Það er oft betra að óska eftir viðtali en að ræða málin í návist barnanna.
Foreldrafundur er haldin að vori fyrir foreldra nýrra barna. Tilgangur fundarins er að kynna helstu áhersluþætti í starfi Seljakots.