Álfhildur Leifsdóttir starfar sem umsjónarkennari á unglingastigi við Árskóla á Sauðárkróki og er vottuð af Apple sem Apple Professional Learner Specialist og sér um endurmenntun kennara hvað varðar tækni í skólastarfi í samstarfi við Epli ehf.
Helgi Reyr er unglingastigs kennari í Reykjavík og blogg hans er helgað kennslufræði, skólaþróun og skólamálum, og sem vettvangur fyrir kennsluefni og fleira sem getur nýst öðrum í kennslu.
BÍNBeygingarlýsing íslensks nútímamáls (BÍN) er safn beygingardæma sem birt eru í heild á vefsíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Í BÍN eru nú 306.168 uppflettiorð.
M.is er vefur á vegum Árnastofnunar sem gerir orðabækur og upplýsingar um íslenska tungu aðgengilegri fyrir yngra fólk og fólk sem er að læra íslensku sem annað mál.
Tölvunotkun og stærðfræði Hugmyndir fyrir kennara og verkefni fyrir nemendur sem reyna á stærðfræðileg viðfangsefni um leið og nemendur nýta sér tækni og tölvuforrit.
Upplýsingatækni Handraði fyrir kennara og nemendur sem vilja nýta sér upplýsingatækni í skólastarfi.