Þessi síða er námsverkefni unnið í námskeiðinu Námskrár og þróun náms og kennslu við HA vorið 2020. Hér eru sett fram verkefni tengd Laxdælusögu fyrir nemendur, ásamt kennsluáætlun, námsmatsáætlun og ítarefni fyrir kennara. Þá er einnig að finna fræðilega umfjöllun varðandi grunnþætti menntunar og lykilhæfni, námskrársýn, námskenningar, kennsluaðferðir og námsmat.
VIð gerð verkefnanna er gert ráð fyrir að nemendur hafi aðgang að Ipad og Google skólaumhverfinu, þ.m.t. Google Classroom. Þó er hægt að vinna verkefnin án þess kerfis. Tímalengd verkefnis er áætluð 189 kennslustundir, þ.e. 7 vikur eins og verkefni er sett upp.
Í tengslum við verkefnið er höfundur með efni á Padlet, tengil á þessa síðu og fræðileg efni sett upp í ritvinnslu.