Dygðakennsla - kennsluleiðbeiningar
Hér er slóð á kennsluleiðbeiningar eftir Róbert Jack. MMS hefur sett þær inná kennsluleiðbeiningavef sinn um Laxdælur, en hér er þetta sem pdf-skjal: https://www.hi.is/sites/default/files/ingunney/kennsluleidbeiningar.pdf
Vefurinn Íslendingasögur.is var styrktur af Þróunarsjóði grunnskóla og Brynhildur Þórarinsdóttir sá um textann. Vefurinn er settur upp í samhengi við útgáfu Laxdælu, Njálu og Eglu á formi fyrir börn.
Skapandi skil í bókmenntum er hugmyndabanki fyrir kennara og nemendur er snýr að skapandi skilum í tengslum við bókmenntir. Hugmyndir þar tengjast hæfniviðmiðum í íslensku við lok 10. bekkjar. Vefurinn er unninn af undirritaðri á námskeiðinu Hönnun námsefnis og stafræn miðlun í HÍ vorið 2020 en það námskeið sat ég sem gestanemi.