Teiknaðu upp bæinn á Laugum eins og þú sérð hann fyrir þér, bæði grunnteikningu og tvívíða teikningu. Reiknaðu flatarmál gólfflatar og rúmmál bygginganna. Passaðu uppá hlutföll og settu inn mælikvarða og lengdir.
Búðu til myndband þar sem þú segir frá verkefninu.
Reiknaðu út hversu mikið af vistum hefðu þurft að vera á skipi Unnar er hún sigldi frá Skotlandi til Íslands. Í texta kemur ekki fram heildarfjöldi en þú þarft að setja upp ákveðnar forsendur, ákveða búfjárfjölda, tímalengd siglingar og aðstæður á Íslandi.
Þú ræður hvernig skilaformið er á textanum.
Teiknaðu kort af Sælingsdal og merktu inn bæina sem minnst er á í sögunni. Teiknaðu leiðir milli þeirra, mældu þær þær og settu inn viðeigandi mælikvarða og lengdir.
Þú ræður hvernig skilaformið er á verkefninu, þ.e. mynd/myndband, veggspjald...