Hér á eftir eru ýmiskonar ritunarverkefni úr flestum köflum sögunnar. Þú þarft að vinna öll þessi verkefni jafnt og þétt, þ.e. meðan á lestri stendur. Þú átt að hafa verkefnin saman í einu skjali (á einum stað) og mælt er með Pages eða Docs til þeirrar vinnu en þó má nota annað skilaform í samráði við kennara.
Þegar bókin er lesin og verkefni unnin út frá henni, þarf að halda svokallaða vinnudagbók. Hún getur t.d. verið Docs-skjal, Notes , Padletveggur eða Google Sites síða en hafa þarf í huga að þessari vinnudagbók á að skila til kennara og er hún grunnur að samtali í leiðsagnarmati.
Í henni þarf að koma fram:
hvað var lesið og hvenær,
hvað var merkilegast sem kom fram,
hvað var óraunverulegast og hvað gæti gerst næst í sögunni,
hvaða verkefni voru unnin og hvernig gekk að vinna þau,
ígrundun eftir daginn - hvað gekk vel og hvað má bæta
sjálfsmat ákveðinna verkefna
Hér er dæmi um uppsetningu á vinnudagbók
Þú átt að semja fréttir úr Laxdælu. Reyndu að semja minnst 3 fréttir. Þú þarft að skrifa fréttirnar upp og skila inn á sameiginlegan Padletvegg. Þegar allir eru búnir að skila inn, er ætlunin að setja fréttirnar saman í ,,fréttabréf". Hafðu það í huga þegar þú skrifar fréttirnar.
Hér á eftir eru ritunarverkefni úr flestum köflum sögunnar. Þú þarft að vinna öll þessi verkefni jafnt og þétt, þ.e. meðan á lestri stendur. Gott er að hafa öll verkefnin saman í einu skjali (á einum stað) og skila því svo inn.
Verið 4 saman í hópi, heimahópi, númerið ykkur og vinnið eftirfarandi verkefni um söguna í heild. Ákveðið hver tekur hvaða þátt verkefnisins.Skiptið ykkur upp í hópa eftir númerum, það eru sérfræðingahóparnir.
Byrjið í heimahóp og ræðið eftirfarandi viðfangsefni. Hér þarf ekki að skrifa niður. Tími: 10 mín
Rifjið upp söguþráðinn söguþráðinn, atburðina, hvernig þeir raðast upp einn af öðrum, hvað orsakast af hverju og hvernig sagan endar
Hver eru hughrif / áhrif sem sagan skilur eftir þegar yfirferð er lokið.
Hvaða persónu/persónur líkaði ykkur best við og af hverju?
Hvaða persónu/persónur líkaði ykkur verst við og af hverju?
Farið nú í sérfræðingahópa og hér þurfa allir að punkta niður, hægt að nota Google docs: Hafið 20 mín í verkefnið.
-Hver er lærdómurinn af sögunni?
-Hver er boðskapurinn í sögunni?
-Hvað situr eftir? Hvað er minnisstæðast?
-Sögulokin, hvernig hefði sagan getað endað?
Farið nú aftur í heimahópinn og segið frá niðurstöðum ykkar sérfræðingahóps. Tími: 10 mín.
Sérfræðihópar skila niðurstöðum inn á sameiginlegt Padlet (fáið uppl. hjá kennara).
Nú átt þú að nota forritið Flipgrid til að leysa verkefni.
Þú þarft að finna minnst 6 af hverju eftirfarandi og taka það upp á vídeó í Flipgrid og skila því inn þar. Reyndu að finna orð sem koma fram í Laxdælu.
Fáðu kóða hjá kennara til að skila inn.
-karkyns nafnorð -kvenkyns nafnorð -hvorugkyns nafnorð -lýsingarorð
-sagnorð -atviksorð -forsetningar -samtengingar