Þetta skjal er hugsað þannig að því er hlaðið niður og gert afrit fyrir hvern og einn nemanda. Kennari merkir svo inn í skjalið hvernig framvinda nemandans er og nýtir það á leiðsagnarmatsfundum með nemanda. Höfundur skjalsins er Ingvi Hrannar Ómarsson og gaf hann kennurum landsins skjalið. Sótt af: http://ingvihrannar.com/ad-vinna-eftir-markmidum-en-ekki-namsbokum-gjof-arsins-til-kennara/
Matskvarði (Rubric) sem unnin er uppúr Hæfniviðmiðaskjali,. Hægt er að flytja hann beint inn í Google Classroom, hér eru öll hæfniviðmið inni. Logi Guðmundsson kennari útbjó verkfærið og deildi með kennurum. Sótt af https://www.youtube.com/watch?v=7HkBAy_Vu-I&feature=youtu.be&fbclid=IwAR34SdPktBwSJnKRJZQA5H_oXVwJyGMeDtDVc_drzVmEyv8GC9Uq3jIaG8I
fengist við fjölbreytt, samþætt verkefni sem tekur til flestra námsgreina
lesið eina af Íslendingasögunum með öryggi og góðum skilningi, tjáð sig um hana almennt og rökstutt skoðun sína.
kynnst frægum sögupersónum úr Íslendingasögum og fleygum tilsvörum þeirra.
útskýrt söguna í stuttu máli fyrir öðrum
beitt skipulegum vinnubrögðum við fjölbreytta ritun, skipað efnisatriðum í röklegt samhengi og mótað málsgreinar og efnisgreina og beiti reglum um réttritun og stafsetningu
valið og skrifað mismunandi textagerðir sem hæfa viðkomandi verki og beitt mismunandi orðaforða og málsniði við hæfi.
notað fjölbreytt tæki og tól við vinnu sína
nýtt leiðsagnarmat sér til framgangs í námi
metið eigin verkefni og annara með fjölbreyttum matskvörðum á sanngjarnan og gagnrýnin hátt
tekið ákvarðanir er lúta að hans námi og metið þær
Í verkefninu er ýmsum gögnum safnað saman og kennari og nemendur eiga samtal vikulega þar sem farið er yfir framvindu námsins og að hverju sé stefnt. Í áætlun er ekki settur inn fastur tími fyrir þessi viðtöl, heldur er kennari að setjast niður með nemendum í tímum og skoða vinnuna sem komin er og gera áætlun um framhald með nemendum. Þessi viðtöl eru einstaklingsviðtöl og er hægt að framkvæma þau hvenær sem er, þar sem kennarar eru minnst 2 með nemendahópinn. Hér fyrir neðan er áætlun fyrir verkefnið og hvernig og hvaða upplýsingum eigi að safna saman.
Nemandi geti tjáð hugsanir sínar, hugmyndir og tilfinningar á skipulegan, skýran og viðeigandi hátt.
Nemandi geti notað orðaforða á fjölbreyttan hátt og viðeigandi hugtök sem tengjast margskonar umfjöllunarefni.
Nemandi geti nýtt fjölbreyttar aðferðir við að miðla þekkingu sinni og leikni, skoðunum, hugsunum og tilfinningum á skipulegan og skýran hátt sem við á hverju sinni.
Nemandi geti tekið upplýsta afstöðu til gagna og upplýsinga, dregið ályktanir og skapað eigin merkingu.
Nemandi getið tekið frumkvæði í námi sínu og verið sjálfstæður og ábyrgur í vinnubrögðum.
Nemandi geti unnið með öðrum og tekið á jákvæðan hátt þátt í samskiptum og lagt sitt af mörkum í uppbyggilegu samstarfi sem tengist námi og félagsstarfi innan skóla.
Nemandi nýti hæfni sína til að vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi.
Nemandi geti tekið leiðsögn og gagnrýni á uppbyggilegan hátt og sett fram eigin gagnrýni uppbyggilega fram.
Nemandi geti nýtt fjölbreytta miðla og hjálpartæki á ábyrgan hátt við að leita upplýsinga og til stuðnings í námi sínu.
Nemandi geti notað sjálfstætt og í samvinnu með öðrum fjölbreytta miðla við skipulag, nýsköun og þróun og framsetningu upplýsinga og hugmynda.
Nemandi geri sér grein fyrir hvernig hann getur hagnýtt sterkar hliðar sínar á skapandi hátt í námi og haft skýra sjálfsmynd.
Nemandi geti sett sér raunhæf markmið um frammistöðu og framvindu eigin náms, unnið eftir þeim og lagt mt á hvernig til hefur tekist.
Nemandi geti skipulagt og borið ábyrgð á eigin námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum aðalnámskrár, skipulagt og endursiðað með tilliti til mats á árangri.
Nemandi geti nýtt sér til fullnustu möguleika margvíslegs tæknibúnaðar á hagkvæman og markvissan hátt.
Nemandi geti unnið sjálfstætt og tekið ábyrgð á eigin námsframvindu.
Nemandi geti unnið á skapandi og gagnrýninn hátt, sjálfstætt og með öðrum.
Nemandi geti nýtt hugbúnað/forrit og önnur gögn við upplýsingaleit.
Nemandi geti unnið með heimildir, virt siðferði í heimildavinnu og sett fram heimildaskrá samkvæmt viðurkenndum aðferðum.
Nemandi geti nýtt efni á margvíslegu formi og rafrænan stuðning, s.s. ítarefni, efni úr fjölmiðlum, orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingarforrit, tungumálaforrit og leitarforrit og umgengist þau af gagnrýni.
Nemandi geti nýtt hugbúnað og forrit við uppsetningu ritgerða og ritsmíða samkvæmt viðmiðum um uppsetningu og frágang.
Nemandi geti beitt gagnrýnni hugsun við að vega og meta upplýsingar með tilliti til gæða og efnismeðferðar þeirra.
Nemandi geti nýtt hugbúnað/forrit við flókna framsetningu ritunarverkefna og tölulegra gagna.
Nemandi geti nýtt hugbúnað/forrit við myndvinnslu, hljóðvinnslu og gerð myndbanda.
Nemandi geti nýtt hugbúnað við forritun og miðlun þekkingar á fjölbreyttan og skapandi hátt.
Nemandi geti sýnt ábyrgð við meðferð og dreifingu upplýsinga hvort sem er til persónulegra nota eða heimilda- og verkefnavinnu.
Nemandi geti flutt mál sitt skýrt og áheyrilega og hefur tileinkað sér viðeigandi talhraða og fas.
Nemandi geti gert sér grein fyrir eðli og einkennum margvíslegra textategunda og gert öðrum grein fyrir því.
Nemandi geti lesið almenna text af öryggi og með goðum skilningi, lagt mat á þá og túlkað.
Nemandi geti lesið, túlkað, metið og fjallað um fjölbreyttar íslenskar og erlendar bókmenntir og gert sér grein fyrir gildi bókmennta.
Nemandi geti greint aðal- og aukaatriði í margs konar texta og glöggvað sig á tengslum efnisatriða.
Nemandi geti skrifað skýrt og greinilega og beitt ritvinnslu af öryggi, notað orðabækur og önnur hjálpargögn, gengið frá texta, vísað til heimilda og skráð þær.
Nemandi geti beitt reglum um réttritun, hefur náð góðu valdi á stafsetningu og gerir sér grein fyrir að rétt stafsetning er virðing við mál, texta og lesanda.
Nemandi geti skrifað rafrænan texta og tengt texta, mynd og hljóð eftir því sem við á, gerir sér grein fyrir lesanda og miðar samningu við hann.
Nemandi geti beitt skipulegum vinnubrögðum við ritun, skipað efnisatriðum í röklegt samhengi og mótað málsgreinar og efnisgreinar.
Nemandi geti leitað og aflað sér heimilda úr ýmsum gagnabrunnum og lagt mat á gildi og trúverðugleika ritaðs máls og tekið gagnrýna afstöðu til þess.
Nemandi geti valið og skrifað mismunandi textagerðir sem hæfa viðkomandi verki og beitt mismunandi orðaforða og málsniði við hæfi.
Nemandi geti tjáð hugmyndir sínar og skoðanir og fært rök fyrir þeim í rituðu máli, samið texta frá eigin brjósti og er óhræddur við að beita ríkulegu tungutaki í skapandi ritun.
Nemandi geti notað helstu aðgerðir við ritvinnslu, valið viðeigandi heimildir, vísað til þeirra og sett í heimildaskrá svo sem reglur kveða á um.
Nemandi geti notað fleyg orð, algeng orðtök, málshætti og föst orðasambönd til að auðga mál sitt og gerir sér grein fyrir þýðingu lestrar, ekki síst bókmennta, í þessu skyni.
Nemandi geti nýtt aðferðir sem hann hefur lært til þess að taka virkan þátt í samvinnu, samræðum, rökræðum, tjáð skoðanir sínar með ýmsum hætti og valið þeim miðil sem hentar.
Nemandi geti tjáð sig um stærðfræðileg efni og um veruleikann með tungumáli stærðfræðinnar, útskýrt hugsun sína um hana fyrir öðrum, leitað lausna og sett viðfangsefni fram á fjölbreyttan stærðfræðilegan hátt með því að beita skapandi hugsun, ígrundun og röksemdafærslu,sett fram, greint, túlkað og metið stærðfræðileg líkön.
Nemandi geti fundið, sett fram og afmarkað stærðfræðiþrautir bæði í tengslum við daglegt líf og viðfangsefni stærðfræðinnar, lagt mat á lausnirnar, m.a. með það að markmiði að alhæfa út frá þeim.
Nemandi geti sett upp, túlkað og gagnrýnt stærðfræðilegt líkan af raunverulegum aðstæðum. Það getur m.a. falið í sér reikning, teikningar, myndrit, jöfnur og föll.
Nemandi geti notað hugtök og táknmál stærðfræðinnar til að setja fram, tákna og leysa hversdagsleg og fræðileg vandamál, rætt um lausnir og nýtt margvísleg hjálpartæki til stærðfræðilegra verka, þar með talin tölvutækni.
Nemandi geti tjáð sig um stærðfræðileg efni munnlega, skriflega og myndrænt, af nákvæmni og túlkað framsetningu annarra á stærðfræðilegu efni.
Nemandi geti valið og notað margvísleg verkfæri, þar með talin tölvutækni, gert sér grein fyrir möguleikum þeirra og takmörkunum, notað þau markvisst til að rannsaka stærðfræðileg efni og setja fram niðurstöður sínar.
Nemandi geti unnið skipulega einn og í samvinnu við aðra að því að rannsaka, greina, túlka, setja fram tilgátur og finna lausnir, alhæfa um hvers kyns viðfangsefni með hjálp stærðfræðinnar, lesið og lagt mat á stærðfræðitexta, notað viðeigandi verkfæri s.s. tölvur og kynnt niðurstöður sínar.
Nemandi geti undirbúið og flutt munnlegar kynningar og skrifað texta um eigin vinnu með stærðfræði, m.a. með því að nota upplýsingatækni.
Nemandi geti tekist á við verkefni úr umhverfinu eða samfélaginu, þar sem þarf að afla upplýsinga og meta þær, finna lausnir, m.a. í tengslum við ábyrgð á eigin fjármálum, neyslu og þróun samfélagsins.
Nemandi geti nýtt möguleika stærðfræðinnar til að lýsa veruleikanum og líkt eftir raunverulegum fyrirbrigðum, m.a. með notkun tölvutækni og gert sér grein fyrir hvenær slíkt er gagnlegt og við hæfi.
Nemandi geti notað almenn brot, tugabrot og prósentur við útreikninga á daglegum viðfangsefnum.
Nemandi geti notað undirstöðuhugtök rúmfræðinnar, nýtt einslögun, hornareglur og hnitakerfi til að teikna og greina rúmfræðilega hluti, sett fram einföld rúmfræðileg rök, mælt og reiknað lengd, flöt og rými og nýtt tölvur til þessara hluta.
Nemandi geti teiknað skýringarmyndir og unnið með teikningar annarra út frá gefnum forsendum, rannsakað, lýst og metið samband milli hlutar og teikningar af honum.
Nemandi geti mælt ummál, flöt og rými, reiknað stærð þeirra og útskýrt hvað felst í mælihugtakinu.
Nemandi geti nýtt tölvur til að teikna, rannsaka og setja fram rök um rúmfræðilegar teikningar.
Nemandi geti sýnt fram á þekkingu og gagnrýna sýn á tímabil, atburði, persónur, menningartengsl og þróunarferla á ýmsum tímum, sem vísað er til í þjóðfélagsumræðu.
Nemandi geti gefið skýringar á og rökrætt gerð og þróun íslensks þjóðfélags í ljósi innlendra og alþjóðlegra áhrifaþátta.
Nemandi geti rætt og borið saman ólík trúar og lífsviðhorf og gert sér grein fyrir hvað er sameiginlegt og hvað sérstætt.
Nemandi geti gert sér grein fyrir hlutverki og margbreytileika fjölskyldna og gagnkvæmum áhrifum innan hennar á mismunandi tímum og menningarsvæðum..
Nemandi geti greint afmarkaða efnisþætti stórrar eða smárrar sögu, nálægrar eða fjarlægrar.
Nemandi geti greint og fjallað um upplýsingar á kortum og gröfum og annars konar myndum.
Nemandi geti útskýrt með dæmum hvernig sagan birtist í textum og munum, hefðum og minningum.
Nemandi geti sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn og viðhorf, á ýmsum stöðum og tímum.
Nemandi geti tekið sjálfstæðan þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu.
Nemandi geti fengist við samfélagsleg og siðferðileg málefni af mismunandi sjónarhólum.
Nemandi geti komið þekkingu sinni og viðhorfum á framfæri með fjölbreyttum og markvissum hætti, einn sér og í samstarfi við aðra.
Nemandi geti aflað sér upplýsinga um náttúruvísindi úr heimildum á íslensku og erlendum málum.
Nemandi geti beitt algengustu hugtökum og heitum í náttúrugreinum unglingastigsins.
Nemandi geti skýrt með dæmum hvernig náttúruvísindi, tækni, menning, heimsmynd mannsins og náttúran hafa áhrif hvert á annað.
Nemandi geti dregið ályktanir af gögnum og gefið ólíkar skýringar með því að nota ólík sjónarhorn.
Nemandi geti lesið texta um náttúrufræði sér til gagns, umorðað hann og túlkað myndefni honum tengt.
Nemandi geti kannað áreiðanleika heimilda með því að nota hand- og fræðibækur, Netið og aðrar upplýsingaveitur.
Nemandi geti aflað sér upplýsinga um náttúruvísindi úr heimildum á íslensku og erlendum málum.
Nemandi geti tekið eftir og rætt atriði í umhverfinu sínu, gert grein fyrir áhrifum þeirra á lífsgæði og náttúru, sýnt umhverfinu umhyggju og rökrætt eigin skoðun á því.
Nemandi geti útskýrt breytingar á landnotkun og tengsl þeirra við jarðvegseyðingu og orkuframleiðslu.
Nemandi geti útskýrt hlutverk helstu líffæra og líffærakerfa mannslíkamans, gerðir frumna, líffæri þeirra og starfsemi.
Nemandi geti rökrætt umhverfismál frá ólíkum sjónarhornum, er tengjast vatni, vatnsnotkun og sjó.
Nemandi geti gert grein fyrir eigin athugunum á lífverum, hegðun þeirra og búsvæðum.
Nemandi geti lýst ólíkum leiðum við framleiðslu, dreifingu og nýtingu orku á Íslandi.
Nemandi geti gert grein fyrir verndun og nýtingu náttúruauðlinda í tengslum við sjálfbæra þróun.
Nemandi geti tileinkað sér aðalatriði úr kynningum og frásögnum sem eru innan áhuga-, náms og þekkingarsviðs hans og brugðist við efni þeirra, sagt frá, unnið úr eða nýtt sér á annan hátt.
Nemandi geti án vandkvæða fylgst með aðgengilegu efni í fjöl- og myndmiðlum sér til gagns og ánægju, sagt frá og unnið úr.
Nemandi geti hlustað eftir nákvæmum upplýsingum, valið úr þær sem við á og brugðist við eða unnið úr þeim.
Nemandi geti aflað sér upplýsinga úr texta, greint aðalatriði frá aukaatriðum, gert sér grein fyrir helstu niðurstöðum og nýtt sér í verkefnavinnu.
Nemandi geti lesið sér til fróðleiks rauntexta, t.d. úr dagblöðum, tímaritum og netmiðlum sem fjalla um efni er varðar líf hans, aðstæður eða umhverfi, brugðist við efni þeirra, sagt frá eða unnið úr á annan hátt.
Nemandi geti lesið sér til gagns, ánægju og þroska smásögur og skáldsögur ætlaðar ungu fólki og myndað sér skoðanir á efni þeirra og lesið og tileinkað sér efni sem tengist öðrum námsgreinum og hugtök sem tengjast þeim og nýtt í nýju samhengi.
Nemandi geti tjáð sig skipulega með undirbúið eða óundirbúið efni sem hann þekkir, hefur hlustað á, lesið um eða unnið með í námi sínu, sagt skoðun sína á því og brugðist við spurningum.
Nemandi geti samið, æft og flutt frumsamið efni, t.d. stutt atriði eða sögu, einn eða í félagi við aðra.
Nemandi geti skrifað ýmsar gerðir af textum, bæði formlega og óformlega og hagað orðum sínum með lesanda í huga og í samræmi við inntak og tilgang með skrifunum.
Nemandi geti leikið sér með málið og látið sköpunargáfuna og ímyndunaraflið njóta sín.
Nemandi geti skrifað um eða brugðist skilmerkilega við því sem hann hefur hlustað á, séð eða lesið og fylgt ákveðnu formi textagerðar þar sem það á við.
Nemandi geti tjáð sig um skoðanir sínar, tilfinningar, reynslu og þekkingu.
Nemandi geti unnið sjálfstætt, með öðrum og undir leiðsögn og tekið tillit til þess sem aðrir hafa til málanna að leggja.
Nemandi geti beitt á raunsæjan hátt sjálfsmati og jafningjamati í tengslum við viðfangsefni námsins og veitt sanngjarna endurgjöf.
Nemandi geti nýtt sér öll helstu hjálpartæki, s.s. ítarefni, efni úr fjölmiðlum, orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingarforrit, tungumálaforrit og leitarforrit og umgengist þau af gagnrýni.
Nemandi geti nýtt sér reynslu sína og þekkingu til að skapa nýja þekkingu og nota í nýju samhengi.
Nemandi geti greint, valið og notað hljóðfæri og hljóðblæ við hæfi í tónsköpun og hlustun.
Nemandi geti tekið þátt í að skapa og flytja eigin verk og annarra, gagnrýnt og rökstutt út frá eigin smekk, stíltegund tónlistar og fagurfræði.
Nemandi geti tekið þátt í tónsköpun af einhverju tagi, s.s. kórsöng eða samspili sjálfum sér og öðrum til ánægju.
Nemandi geti notað algeng tæki, hljóðfæri, rödd og forrit til að skapa eigin tónsmíð og / eða hljóðverk.
Nemandi geti valið á milli mismunandi aðferða við sköpun, prófað sig áfram og unnið hugmyndir í fjölbreytta miðla, greint og beitt fjölbreyttum aðferðum og tækni.
Nemandi geti sýnt og útskýrt vinnuferli frá hugmynd að lokaverki sem felur m.a. í sér upplýsingaöflun, tilraunir og samtal.
Nemandi geti gagnrýnt af þekkingu, sanngirni og virðingu eigin verk og annarra bæði einn og í samvinnu.
Nemandi geti unnið í hópi að fjölbreyttum leiklistarverkefnum.
Nemandi geti nýtt sér leikmuni, búninga, einfaldan sviðsbúnað og tækni til þess að styrkja sköpun sína á markvissan hátt.
Nemandi geti bæði veitt og tekið á móti uppbyggilegri gagnrýni og nýtt sér hana inn í vinnuferli í leiklist.
Nemandi geti prófað sig áfram og valið úr túlkunarleiðum á mismunandi tegundum leiktexta.
Nemandi geti túlkað leikpersónu á sviði í góðu samspili við meðleikara. Beitt rými, radd- og líkamsbeitingu á meðvitaðan hátt til þess að styrkja túlkun sína.
Nemandi geti unnið sjálfstætt eftir vinnuferli frá hugmynd til lokaafurðar og greint frá mismunandi nálgun við vinnuna.
Nemandi geti tjáð sig um verkefni sín með því að nota hugtök sem greinin býr yfir.
Nemandi geti tekið þátt í samvinnu með sameiginlegt markmið hópsins að leiðarljósi.
Nemandi geti sett verkefni sín í menningarlegt samhengi.