Í sögunni er fjallað um volga laug í Sælingsdal og það að fólk safnaðist saman í lauginni sér til ánægju og heilsubótar.
Verkefnið gengur út á að fjalla um heitt vatn á Íslandi og nýtingu þess, sérstöðu landsins hvað þetta varðar og hvaða máli heitt vatn skiptir í lífi Íslendinga.
Framsetning verkefnis er frjáls.
Í sögunni er bæði minnst á að landið væri skógi vaxið og eins að menn færu til Noregs til að afla sér viðar í nýja skála/húsnæði.
Fjallaðu um skógarnytjar á Íslandi, hvaða tegundir eru helst nýttar og í hvað, hvar vinnslan fer fram og hvernig og fleira sem tengist skógarnytjum. Fjallaðu einnig um uppbyggingu trjáa, þ.e. líffræðina.
Framsetning verkefnis er frjáls.
Í sögunni er víða fjallað um ýmis dýr (hvalir, lax, sjófiskar, hestar, sauðfé, nautgripir, svín), bæði villt og húsdýr. Þó ekki sé sagt með berum orðum hvað falli undir búfé má áætla að þar sé átt við almenn dýr eins og hesta, nautgripi, sauðfé, svín, alifugla, hænsni, hunda og ketti.
Veldu þér eitt af þessum dýrum og fjallaðu ítarlega um það. Þá er átt við ætt, líferni, búsetu, líffræði þess, samskipti við manninn og annað sem skiptir máli. Skilaðu verkefninu sem veggspjaldi eða hugtakakorti.
Í bókinni er á nokkrum stöðum minnst á blóð og jafnvel blóðrásina (bls. 42).
Fjallaðu ítarlega um blóðrásarkerfið, uppbyggingu og hlutverk þess.
Framsetning verkefnis er frjáls.