Samlestur í Sögueyjunni 1, bls. 14-47.
Lesa með kennara og samnemendum valda kafla um Ísland byggist fólki, Þjóðveldi, Siglingar og landafundi og Kristnitökuna. Þarna koma fram atriði sem skipta máli fyrir verkefnavinnuna. Helstu atriði tekin saman á sameiginlegan Padlet-vegg (útbúinn af kennara).
Settu upp Google Earth í Ipadinn þinn.
Skoðaðu þar þau örnefni og staði sem nefnd eru í sögunni.
Finndu þér góða mynd af Íslandskorti og vistaðu í Ipadinn (eða taktu mynd af Íslandskorti).
Búðu þér til aðgang á Thinglink og gerðu kortið þitt gagnvirk með því að merkja inn aðalstaði sögunnar og setja inn smáfróðleik um þá, samhliða lestri sögunnar.
Hvernig var samfélagsleg staða, viðhorf og ímynd karla og kvenna á landnámsöld? Taktu dæmi úr sögunni og leitaðu jafnframt víðar að upplýsingum.
Skil eru með frjálsri aðferð en mælt er með að setja verkefnið fram á myndrænan hátt (t.d. myndband, talglærur, animation). Skoðaðu hugtakið félagsleg staða, finndu heimildir og lestu þér til um hugtakið.