Hér er skjal þar sem kennsluáætlunin er sett upp þannig að hægt sé að prenta hana út fyrir þá sem það vilja. Í henni eru tiltekin atriði sem huga þarf að áður en hafist er handa og eins meðan á verkefnavinnunni stendur.
Nemendur koma til með að vinna ýmis verkefni, bæði sem einstaklingsverkefni og para/hópaverkefni. Áætlunin er sett upp sem fjöldi svokallaðra skylduverkefna sem allir nemendur eiga að vinna og svo valverkefna sem nemendur grípa í þegar skylduverkefnin eru í höfn. Uppsetning verkefna er leiðbeinandi og geta kennarar og nemendur farið út í að breyta uppsetningu, skilaformi eða tímalengd.
Hér er að finna heildstætt 7 vikna verkefni fyrir unglingastig þar sem Laxdæla er grunnefni. Verkefnið er samþættingarverkefni í íslensku, upplýsingatækni, erlendum tungumálum, samfélagsfræði, náttúrufræði og stærðfræði, sem og lykilhæfni. Þá er horft til grunnþátta aðalnámskrár við gerð verkefnanna, en þeir eru: sköpun, lýðræði og mannréttindi, læsi, heilbrigði og velferð, sjálfbærni og jafnrétti. Ef áhugi og tími er til hjá kennurum, er ekkert því til fyrirstöðu að lengja verkefnið.
Nýting upplýsingatækni er rauður þráður í gegnum öll verkefnin. Flest verkefnin sem eru sett fram hérna krefjast notkunar upplýsingatækni á einn eða annan hátt. og er upplýsingatæknin tvinnuð saman við aðrar námsgreinar á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt.
Stundatafla verður sett upp sem vinnulotur, þannig að ekki eru aðrar fastar greinar inni en íþróttir ( 3 kest. og valgreinar). Innan sviga í aðferðarhlutanum er áætlaður tímafjöldi á hvert verkefni en það er í raun hámarkstala og líklegt að nemendur verði mun fljótari að vinna skylduverkefni en hér er lagt upp með. Þannig gefst meiri tími til að vinna skapandi valverkefni.
Samkvæmd viðmiðunarstundaskrá unglingastigs og áherslum heimaskóla er eftirfarandi áætlað:
Stærðfræði 6 (5+1 af vali)
Íslenska 6 (5+1 af vali)
Erlend tungumál 7
Náttúrufræði 3
Samfélagsgreinar 3
Upplýsingatækni 1
List-og verkgreinar 1
Alls 27 tímar á viku x 7 = 189 kennslustundir.
Laxdæla
Þjóðfélagsfræði
Sögueyjan 1
Ipad
Google Classroom
Google Docs
Google Sites
Google Forms
Pages
Keynote
Flipgrid
Imovie
GarageBand
Padlet
MindMeister
Google Earth
Quizlet
Heyrnartól
Stærðfræðigögn
Teikniáhöld og pappír
Ýmsir námsvefir og hjálpargögn
Annað í samráði við kennara
Þar sem heildarmarkmið verkefnisins liggja fyrir mun námsmat ganga út frá þeim. Verkefni eru miðuð út frá markmiðum og mörgum þeirra fylgja marklistar sem nemendur fylla út við verkefnalok. Öll verkefni verða sett inn á Classroom með skilahólf þar. Nemendur fylla út í vinnudagbók og er hún grunnur að leiðsagnarmati kennarans. Þessi vinnudagbók er rafræn. Einu sinni í hverri viku verður fundur með kennara þar sem farið er yfir stöðu verkefnisin og svo í lok þess skilar nemandi inn dagbókinni og fær námsmatsviðtal við kennara. Með fjölda verkefna sem skilgreind eru skylduverkefni eru matslistar sem bæði eru sjálfsmatslistar og svo jafningamatslistar, þar sem nemendur meta verkefni hver hjá öðrum. Þar sem para- og hópaverkefni eru, verða einnig jafningamatslistar. Matslistar þessir verða allir á rafrænu formi og nemendur hafa aðgang að þeim inni á Classroom með viðeigandi verkefnum.
Skólinn nýtir Mentor sem utanumhaldskerfi fyrir námsmat og markmið sem sett eru fram með verkefni þessu eru einnig þar inni og verður fyllt jafnt og þétt þar inn.
Hér verður lýst nokkurs konar vinnuferli við verkefnið. Í byrjun þarf að vinna saman ákveðin verkefni sem hafa mikið að segja um forþekkingu nemenda og vinnu í framhaldinu. Verkefni verða sett upp í Google Classroom, þannig að nemendur hafa góða yfirsýn þar og geta skilað þar inn þegar svo á við, sem og matskvarðar fyrir viðkomandi verkefni. Þá verður búin til lota í Mentor vegna verkefnisins og þar fara inn hæfniviðmið sem við eiga.
Í upphafi er hugstormun (2) með nemendum og viðfangsefnið er Víkingar, landnám, Laxdæla. Nota Padlet-vegg til að safna saman niðurstöðum og flokka þær.
Skoða verkefnavef (1) og útskýra fyrir nemendum hvernig vinnan fer fram - þ.e. í hvaða röð verkefnin eru unnin.
Sögueyjan 1, bls. 14-47 (6): Ísland byggist fólki, Þjóðveldi,Siglingar og landafundir, Kristnitakan. Valið efni sem tengist efnistökum Laxdælu lesið með nemendum og helstu atriði sett fram á sameiginlegan Padlet-vegg.
Vinnudagbók útskýrð (1) og nemendur búa til form sem þeir ætla að styðjast við í vinnunni.
Sagan lesin (15) með nemendum í tíma, rædd og útskýrð.
Nemendur halda vinnudagbók (35) á hverjum degi þar sem þeir skrá hjá sér hvað var unnið þann daginn, hvernig það gekk og hvað má betur fara. Eins er gott fyrir þá að punkta hjá sér hvað þeir ætli að gera næst og hverju þurfi að huga að.
Hópverkefni í íslenskuhluta (1) er unnið þegar búið er að lesa söguna og áður en farið er að vinna í öðrum verkefnum en vinnudagbók. Nemendur skila afurð á sameiginlegan Padlet-vegg.
Skylduverkefni og fréttaskrif (15) (fara inn á sameiginlegan Padlet-vegg) í íslenskuhluta er gott að vinna fljótlega eftir að sagan er lesin en þó er það ekki nauðsynlegt.
Skapa og skrifa verkefni (10) í íslenskuhluta er hægt að vinna þegar hópverkefnið hefur verið leyst.
Flippaða gönguferð með Flipgrid (1) er hægt að vinna hvenær sem er. Kóði til að skila inn verður á Classroom.
Þrjú stærðfræðiverkefni (15) eru sett inn í lotuna. Ekki skiptir máli hvenær þau eru unnin en þó getur verið gott að vinna þau fyrr en seinna, þau eru dálítið umfangsmikil.
Fjögur náttúrufræðiverkefni (12) eru í lotunni og það er eins með þau og stærðfræðiverkefnin, að ekki skiptir máli hvenær í lotunni þau eru unnin.
Í erlendum tungumálum eru nokkur viðfangsefni, þ.e. 5 verkefni í dönsku(12) og 4 verkefni í ensku (15). Nokkuð frjálst skilaform er á þeim verkefnum og þau má vinna hvenær sem er.
Samfélagsfræði hefur 5 verkefni og áður er búið að minnast á Sögueyjarverkefnið hér að ofan. Hin fjögur verkefnin (15) eru landafræðiverkefni, þjóðfélagsfræði og eitt ígrundunarverkefni. Þau má vinna hvenær sem er, en þjóðfélagsfræðiverkefnið er frekar umfangsmikið.
Þau valverkefni sem eru tíunduð hér eru 18 talsins og á ýmsu formi. Þar ættu allir nemendur að geta fundið sér verkefni sem falla að þeirra áhugasviði. Skilaform er með mjög fjölbreyttum hætti og oft er hægt að breyta út frá því sem gefið er upp hér í samráði nemenda og kennara. Verkefnin má sjá á síðunni Valverkefni og ekki er áætlaður tímafjöldi á þau.