Markmið með námskeiðinu er að fagfólk í grunnskólum, þekki viðmið Kópavogsbæjar um viðbrögð við skólasóknarvanda, þekki algengar orsakir skólasóknarvanda , fái fræðslu um kvíða og skólaforðun, styrkist í samstarfi við foreldra og samstarfsaðila, tileinki sér leiðir til að takast á við vandann s.s. viðtalstækni til að nýta í viðtölum við nemendur og foreldra samninga við nemendur um mætingu, umbunarkerfi tengd mætingu, kvíðastiga þar sem tekist er á við skólaforðun í hæfilegum skrefum, aðlögun náms og stundartöflu. Þátttakendur þekki eftir námskeiðið einnig til annarra úrræða sem hægt er að skóla þegar vægari leiðir duga ekki s.s. fjarkennslu, sjúkrakennslu og morgunhana. Kennt verður í 4 skipti - 2 klst. í senn.
Fyrirkomulag
Fyrirlestrar í fjarkennslu fjóra fimmtudaga frá kl. 14:00 -16:00.
Fyrirlesarar og tímasetningar
14. janúar kl. 15 -16 - viðmið Kópavogsbæjar um viðbrögð við skólasóknarvanda, algengar orsakir skólasóknarvanda, samstarf við foreldra og samstarfsaðila, viðtalstækni til að nýta í viðtölum við nemendur og foreldra og aðlögun náms og stundartöflu. Lokið. Glærur
Umsjón: Sólveig Norðjörð, verkefnastjóri skólaþjónustu grunnskóladeildar
Heildrænt námskeið sem liggur yfir allt skólaárið og fer fram í samhengi við starf kennaranna.
Á námskeiðinu verður aðaláhersla lögð á hvernig kennarateymi geti skipulagt kennsluhætti sína og verkaskiptingu til að einstaklingsmiða nám nemenda, - mynda samfellu í námi bæði innan aldurshópa og á milli námsgreina. Farið verður í hvernig kennarateymi getur þróað og skipulagt námsumhverfi sem hentar hverjum og einum nemanda með það að markmiði að sinna þörfum allra nemenda innan kennslustofunnar. Lögð verður áhersla á hlutverk leiðsagnarmats sem verkfæris fyrir kennarateymi til að ná ofangreindum markmiðum.
Uppbygging námskeiðsins verður eftirfarandi hætti:
1.hluti- almennt um kennarateymi og teymiskennslu
- aðkoma aðila með sérþekkingu á teymiskennslu
2.hluti – Teymið mitt, unnið með einstök teymi
- aðkoma Þórhildur Helga Þorleifsdóttir kennsluráðgjafi
3. hluti – Skipulagning teymiskennslunnar
4. hluti –Eftirfylgni, teymum sem þess óska býðst áframhaldandi handleiðsla og stuðningur frá kennsluráðgjafa menntasviðs og öðrum er koma að kennslu námskeiðsins.
Tímalengd: 2 námskeiðsdagar, 8 kennslustundir x 2 og eftirfylgni 20 stundir yfir skólaárið. = 36 kennslustundir
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
thorhildurhelga@kopavogur.is kennsluráðgjafi í námsaðlögun og teymiskennslu.
Á námskeiðinu verður aðaláhersla lögð á hvernig kennarar geti gert einstaklingsáætlanir fyrir ákveðinn hóp nemenda. Farið verður í hvernig kennarar geta saman fylgt eftir einstaklingsáætlunum og framkvæmt þær í öllum aðstæðum nemenda hvar sem þeir eru staddir innan skólans. Áhersla verður á nýtingu tækninnar þar sem allir nemendur Kópavogs hafa aðgang að spjaldtölvum.
Uppbygging námskeiðsins verður eftirfarandi hætti:
1.hluti - Einstaklingsáætlun- gerð hennar- endurbætur og þróun
2.hluti - Fylgjum einstaklingsáætlun eftir- alls staðar. Samvinna allra kennara sem koma að viðkomandi nemenda.
3. hluti – Eftirfylgni, kennurum sem þess óska býðst áframhaldandi handleiðsla og stuðningur frá kennsluráðgjafa menntasviðs og öðrum er koma að kennslu námskeiðsins.
Markmið með námskeiðinu er:
Að auka samstarf sérkennara, umsjónarkennara og faggreinakennara.
Að styðja við kennara til að gera einstaklingsáætlanir fyrir sértækan hóp nemenda.
Að skapa kennsluumhverfi í almennu skólastofunni sem henta nemendum með einstaklingsnámskrá og að vinnulag verði samfellt og samræmt hvar sem nemandinn er staddur í skólanum.
Að bæta og auka faglegt samstarf, samvinnu og samræður kennara bæði innan síns skóla og á milli skóla í sveitarfélaginu.
Að styðja kennara við að nota leiðir UT-tækni til að gera einstaklingsnámskrár og fylgja þeim eftir.
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
thorhildurhelga@kopavogur.is kennsluráðgjafi í námsaðlögun og teymiskennslu.