Kópurinn

Verkefni sem hafa hlotið viðurkenningar menntaráðs fyrir

 framúrskarandi skóla- og frístundastarf árin 2021, 2022, 2023 og 2024

Drekaleikur
WALDORFSKÓLINN 2024


Verkefnið Drekaleikur í Waldorfskólanum hlaut viðurkenningu. Á hverju hausti er Drekaleikur í Lækjarbotnum sem stendur í heila viku. Drekaleikurinn er lífsleiknileikur þar sem allir nemendur, kennarar og starfsfólk skólans taka þátt. Leikurinn æfir félagsfærni, samskipti, þrautseigju, sjálfstraust og hreyfingu. Mikil tilhlökkun er hjá nemendum fyrir drekaleiknum og sú tilhlökkun eykst með hverju ári nemandans.

Útiskóli í Guðmundarlundi
VATNSENDASKÓLI 2024

Klara Sigurmundadóttir og María Ásmundsdóttir í Vatnsendaskóla hlutu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Útiskóli í Guðmundarlundi. Markmiðið með Útiskólanum í Guðmundarlundi er að efla útikennslu og fjölbreytta kennsluhætti, styrkja kennara í vinnubrögðum sem tengjast útikennslu og gera nemendur virkari í náminu. Skipulagið er þannig að nemendur mæta í Guðmundarlund eins og á venjulegum skóladegi en ganga tilbaka í skólann með kennurum eftir hádegismat sem þau hafa eldað sjálf.  Útiskólinn er skipulagður fyrir fjögurra vikna kennslulotu, einn árgangur fær einn dag í viku. 

MIÐSTÖÐIN
Samstarfsverkefni Stjörnunnar og Kjarnans í
KÓPAVOGSSKÓLA 2024

Ásthildur Guðmundsdóttir, Alexandra Gunnarsdóttir frá frístundaheimilinu Stjörnunni og Viktor Abdullah Fikrason frá félagsmiðstöðinni Kjarnanum í Kópavogsskóla hlutu viðurkenningu fyrir samstarfsverkefnið Miðstöðin – félagsmiðstöð 4. og 5. bekkja. Um er að ræða vikulegar opnanir fyrir 4. og 5. bekk á skólatíma í aðstöðu félagsmiðstöðvarinnar. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá uppbyggilegrar afþreyingar, sem er um margt ný upplifun fyrir þátttakendur, og taka þeir þar með sín fyrstu skref inn í félagsmiðstöðvarstarfið. 

FÉLKÓ-flakkandi félagsmiðstöð Vettvangsstarf
FÉLAGSMIÐSTÖÐVA
KÓPAVOGS 2024

Forstöðumenn félagsmiðstöðva í Kópavogi hlutu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Félkó – flakkandi félagsmiðstöðVettvangsstarf. Starfsfólk Félkó flakkandi sinnir mikilvægu vettvangsstarfi í Kópavogi og á höfuðborgarasvæðinu bæði á opnunartíma félagsmiðstöðva og utan opnunartíma, í þeim tilgangi að hlúa að verndandi þáttum og lágmarka áhrif áhættuþátta í umhverfi unglinga

Við erum glöð i geði þegar við erum með
ÁLFHÓLSSKÓLI 2024

Daðey Arnborg Sigþórsdóttir, Ingibjörg Ásta Tómasdóttir, Margrét Ásdís Björnsdóttir og Monika Suchecka sem eru kennarar í 6. bekk í Álfhólsskóla hlutu viðurkenningu fyrir verkefnið Við erum glöð í geði þegar við erum með. Verkefnið hefur það markmið að breyta kennsluháttum svo að allir nemendur fái notið sín og séu fullgildir þátttakendur þ.e. að skipulag kennslu henti fjölbreyttum hópi nemenda með mismunandi þarfir og þannig er dregið úr áhrifum jaðarsetningar nemenda.


Kóró Detectives
KÓRASKÓLI 2024

Kennarateymi í 9. bekk í Kóraskóla, þær Birta Rún Jóhannsdóttir, Tanja Rut Hermansen, Elsa Sigrún Elísdóttir, Elín Hulda Harðardóttir, Inga Vigdís Baldursdóttir og Hrafnhildur Pálsdóttir, hlutu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Kóró Detectives. Viðfangsefnið var ráðgátur frá ýmsum sjónarhornum. Um var að ræða fjölþætt verkefni þar sem áherslan var á samþættingu námsgreina, leiðsagnarnám og verkefnamiðað nám. Þemað byggir á skylduverkefnum og valverkefnum, stundum sem einstaklingsverkefni eða sem hópverkefni þar sem nemendur höfðu ákveðinn tímaramma.

Önnur verkefni sem tilnefnd
voru til Kópsins 2024 

Fjölmörg önnur verkefni voru tilnefnd til Kópsins í ár og hér að neðan má sjá umfjöllun um þau.




KÓPURINN 2024, viðurkenningar menntaráðs Kópavogs...

 fyrir framúrskarandi grunnskóla- og frístundastarf í Kópavogi, var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum miðvikudaginn 15. maí. Alls bárust 30 tilnefningar um 29 verkefni til menntaráðs og voru veittar sex viðurkenningar fyrir verkefni sem þóttu fela í sér umbætur eða leiða til framfara í skóla og frístundastarfi. 

Stærðfræðiþrema í 7. bekk Álfhólsskóla 2023

Berglind Hulda Theódórsdóttir, Edda Rut Þorvaldsdóttir, Margrét Ósk Marinósdóttir og Guðrún Ósk Traustadóttir í Álfhólsskóla hlutu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Stærðfræðiþema í 7. bekk.






Félkó - miðlæg félagsmiðstöð 2023

Forstöðumenn félagsmiðstöðva í Kópavogi hlutu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Félkó – miðlæg félagsmiðstöð. Verkefnið byggir á hugmynd um að koma upp miðlægri aðstöðu þar sem ungt fólk getur haft aðgengi að rafíþróttaaðstöðu, listsköpunaraðstöðu og rými þar sem hægt er að taka þátt í spilum og hlutverkaleikjum í gegnum ýmiskonar spil. 

Höfuðborgin 2023

Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir hlaut viðurkenningu fyrir verkefni sitt Höfuðborgina, sem er frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni á aldrinum 16 – 24 ára sem ekki geta verið ein heima eftir skóla. Unnið er að því að efla ungmennin félagslega og rjúfa félagslega einangrun og gefa þeim tækifæri til að umgangast jafningja. 





Leiðtogaþjálfun, stjórnun og samvinna í íþróttum í 10. bekk 2023

Íþróttakennarar í Salaskóla, þau Ísak Guðmannsson Levy, Jóhann Ingi Jóhannsson og Auður Kristín Ebenezersdóttir hlutu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Leiðtogaþjálfun, stjórnun og samvinna í íþróttum í 10. bekk. Í verkefninu vinna nemendur í 10. árgangi saman í litlum hópum (3-6 nemendur) og stjórna heilli kennslustund í íþróttum þar sem hver hópur velur sér viðfangsefni eftir áhugasviði. 

Vísindasmiðja Í 3. bekk
Snælandsskóla 2023

Íris Stefánsdóttir í Snælandsskóla hlaut viðurkenningu fyrir verkefni sitt Vísindasmiðja í 3. bekk Nemendur setja fram rannsóknarspurningu og tilgátu, framkvæma tilraun og fá niðurstöðu. Teknar eru myndir og myndbrot af ferlinu og sett inn í rafbók Book Creator þar sem öllum tilraununum er safnað saman.  

Flæði á miðstigi
Snælandsskóla 2023

Kennarar á miðstigi og stjórnendur Snælandsskóla hlutu viðurkenningu fyrir verkefnið Flæði á miðstigi.
Verkefnið felur í sér skipulag og uppbrot á stundatöflu á miðstigi þar sem markmiðið var að mæta þörfum drengja betur í skólakerfinu.  

Kópurinn 2023

Kópurinn, viðurkenningar menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi grunnskóla- og frístundastarf í Kópavogi, var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum miðvikudaginn 17. maí 2023. Alls bárust 15 tilnefningar til menntaráðs og voru veittar sex viðurkenningar fyrir verkefni sem þóttu fela í sér umbætur eða leiða til framfara í skóla og frístundastarfi.  Þau verkefni eru kynnt nánar hér á síðunni. 

Aftur í yfirl


Önnur verkefni sem tilnefnd voru til Kópsins 2023 voru eftirfarandi: 

Söngstundir á yngsta stigi í Salaskóla, Teymiskennsla í 5. bekk í Smáraskóla, Litla Hryllingsbúðin í Álfhólsskóla, Jólamarkaður 4. bekkja í Salaskóla, Marimbasveit í Smáraskóla,
Jóga fyrir alla nemendur í Salaskóla Veistu hver ÞÚ ert? í Snælandsskóla. 


Núvitund og slökun
Álfhólsskóli 2022


Anna Pála Gísladóttir í Álfhólsskóla hlaut viðurkenningu fyrir verkefni sitt Núvitund og slökun sem er valverkefni og hluti af lífsleikninámi. Markmiðið er að kenna nemendum leiðir til að taka ábyrgð á eigin lífsháttumog stuðla að heilbrigðum venjum sem auka bæði andlegt og líkamlegt heilbrigði. Nemendur læra að hvíla hugann og aðferðir til að vinna með kvíða og vanlíðan. Þeir átta sig á að stutt slökun getur aukið úthald og vellíðan. Þeir kynnast einnig kostum þess að gera núvitund að lífsstíl og nota slökun sem verkfæri gegn álagi í lífi og starfi. 

Sumarfrístund Hörðuheima
Hörðuvallaskóli 2022


Birta Baldursdóttir og Róshildur Björnsdóttir, forstöðukonur frístundarinnar Hörðuheima í Hörðuvallaskóla, hlutu viðurkenningu fyrir Sumarfrístund Hörðuheima. Þær fóru af stað með verkefnið sl. vor með þá áherslu að börnin þekktu umhverfið og starfsfólkið. Í sumarfrístundinni er lögð áhersla á öryggi og kunnuglegt umhverfi í bland við lærdóm, leik og gleði. Mikill metnaður er settur í það að hafa dagskránna fjölbreytta og skemmtilega þannig að allir gætu fundið viðfangsefni við hæfi. Sumarfrístund byggist á útivist, hreyfingu, leikjum, ferðum, íþróttum og ýmsum ævintýrum í nær- og fjærumhverfi sem og lestri, föndri, spilum og frjálsum leik.

Hinsegin klúbbur Ekkó
Kársnesskóli 2022


Maríanna Wathne Kristjánsdóttir og starfsmenn EKKÓ, félagsmiðstöðvarinnar í Kársnesskóla, hlutu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Hinsegin klúbbur Ekkó. Hinsegin klúbbur Ekkó er liður í að hinseginvæða umhverfið í kringum unglingana. Markmiðið er að allir unglingar finni að þau eigi stað og öruggt rými innan félagsmiðstöðvarinnar og innan skólans, til að vera þau sjálf. Klúbburinn hefur í samstarfi við starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar gert hinseginleikann sýnilegri innan veggja skólans og og bæði starfsmenn Ekkó og skólans hafa lært meira um hvernig hægt er að mæta þörfum unglinganna. 

Sköpun og tækni
Salaskóli 2022


Þorvaldur Hermannsson kennari í Salaskóla hlaut viðurkenningu fyrir verkefni sitt, Sköpun og tækni. Sköpun og tækni er sameinuð verk-, list- og tæknigrein. Nemendur vinna sínar eigin hugmyndir úr allskyns efnum og úreltum hlutum sem til falla og skapa þeim nýtt hlutverk eftir eigin hugmyndum. Nemendur komast í snertingu við allskonar efni sem þeir geta skapað úr nýja hluti, skrúfað hluti í sundur, búið til grafísk verk og prentað á boli o.s.frv. Verkefnið hefur komið mörgum af stað í skapandi vinnu og eins komið á móts við nemendur sem annars eru að detta út úr bóklegum greinum skólans. 

Karakter - velferðarkennsla
á unglingastigi
Snælandsskóli 2022


Soffía Weisshappel kennari í Snælandsskóla hlaut viðurkenningu fyrir verkefni sitt Karakter – velferðarkennsla á unglingastigi. Verkefnið byggir á fræðum jákvæðrar sálfræði og samþættir lífsleikni, forvarnarfræðslu og mannrækt. Hugmyndin er að búa til samfellu í gegnum unglingastigið þar sem tekin eru fyrir ákveðin viðfangsefni á hverju skólaári og móta þannig velferðarkennslu í skólastarfi með markvissum hætti. Tilgangur velferðakennslunnar er að stuðla að vellíðan og seiglu með áherslu á mannrækt og sjálfsþekkingu.

Stelpur eru stelpum bestar
Félkóp 2022


Laufey Sif Ingólfsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir verkefni sitt Stelpur eru stelpum bestar, sem er samstarfsverkefni félagsmiðstöðvanna í Kópavogi, Félkóp. Félagsmiðstöðvar í Kópavogi fóru af stað með sumarhóp sl. sumar fyrir stúlkur sem fæddar voru árið 2007 og þær sem eru fæddar 2008 og eru ári á undan í skóla. Verkefnið er unnið út frá niðurstöðum rannsóknar frá Rannsókn og greiningu, sem gerð var á 59.000 íslenskum unglingum og þar kom fram að COVID-19 hefur haft skaðleg áhrif á andlega heilsu unglinga, þá sérstaklega á meðal stúlkna. Verkefnið gekk út á það að efla stelpurnar félagslega og búa til vettvang þar sem auðveldara væri t.d. að eignast vinkonur eða koma sjálfri sér á framfæri. 

Önnur verkefni sem tilnefnd voru til Kópsins 2022 voru eftirfarandi:


Útikennsla á miðstigi
í Kársnesskóla
Sértækt hópastarf
í Hörðuvallaskóla
Þema á unglingastigi
í Kársnesskóla
Flæði á miðstigi
í Snælandsskóla
Kosningaverkefni 10. bekkjar
í Salaskóla
Ferðaþjónusta 6. bekkjar
í Álfhólsskóla
Beint í mark
í Salaskóla
Barnaráð Hörðuheima
í Hörðuvallaskóla
Fönix félagsmiðstöðvastarf
í Salaskóla.

Bíp - Bland
í poka

2021

Kartöfluverkefnið í Smáraskóla
2021

Félagsmiðstöð án aðgreiningar

2021

Barnaráð
Stjörnuheima

2021

Sprettur í Vatnsendaskóla

2021

Fjarnám í list-, verk-og valgreinum í Hörðuvallaskóla

2021

Kópurinn
Öll verkefnin

2021