Ingvi Hrannar bjó til hugmyndabanka yfir verkefni sem nemendur geta unnið með eða án tækni. Öllum er heimilt að setja inn efni í bankann og nýta það sem aðrir kennarar hafa sett inn. Hér er eitt dæmi um verkefni sem er dagbókarverkefni frá Norðlingaskóla.
Rafbók um nokkur hagnýt atriði sem gott er að hafa í huga þegar fjarnám er skipulagt. Bókin er hér á pdf-formi og hér á rabókarformi (epub) sem hægt er að flytja í Books í spjaldtölvunni.
Veggspjöld
Fjarnám kennarar Hagnýt ráð fyrir kennara sem gott er að hafa í huga í fjarnámi.
Fjarnám nemendur Hagnýt ráð fyrir nemendur sem gott er að hafa í huga í fjarnámi.
Fjarnám foreldrar Hagnýt ráð fyrir foreldra sem gott er að hafa í huga í fjarnámi.
Vendikennsla
Vendikennsla (e. flipped classroom) er kennsluaðferð þar sem hinni klassísku kennsluaðferð þar sem kennarinn heldur fyrirlestur er snúið við þannig að nemendur skoða fyrirlesturinn heima og mæta í tíma til að vinna að verkefnum og komast dýpra í efnið.