Rafrænar ferilmöppur/ ferilbækur
Rafrænar ferilmöppur/ ferilbækur
Hægt er að notast við ýmis heiti á rafrænum ferilmöppum og ferilbókum eins og t.d.:
Sýnismappa
Sýnisbók
Gullkista
Safnmappa
Portfolio
Hvað er rafræn ferilmappa?
Ferilmappa getur verið góð leið til að safna saman verkefnum og ígrunda ferlið og/ eða frammistöðu í námi. Hér hefur hún verið útfærð í Google Sites. Sniðugt er að láta nemendur deila heimsíðunni sinni með kennaranum sem getur þá fylgst með og verið þeim innan handar. Í möppuna er hægt að setja inn myndir af verkefnum, hugleiðingar, ígrundun nemenda og margt fleira.
Hvað er rafræn ferilbók?
Hægt er að búa til sýnismöppu í formi rafrænnar sýnisbókar í Google Slides.
Þetta er góður kostur þar sem að kennarinn/ kennararnir geta búið til eina ferilbók sem hann deilir svo með nemendum í Google Classroom þar sem hver og einn nemandi fær sitt eigið afrit. Hver og einn getur svo breytt eða aðlagað hana eftir eigin löngun.
✅ Markmið:
Að nemendur þjálfist í að ígrunda og efla sig í að finna leiðir að markmiðum sínum.
Að auka nemendasjálfstæði og ábyrgð.
Að kortleggja vinnuferli nemenda og framfarir á ákveðnu skeiði.
Að virkja samtal á milli nemanda og kennara.
Að efla nemendur í upplýsingatækni og þjálfa þá í fjölbreyttum leiðum til náms.
🎯 Til að fá sem mest úr rafrænu ferilmöppunni/ ferilbókinni er sniðugt að:
nemendur fái sérstaka vinnutíma yfir skólaárið til að setja inn verkefni í ferilmöppuna og ígrunda námið.
nemendur eiga reglulegt samtal með kennara um námið sitt.
í lok skólaárs er haldin uppskeruhátíð með foreldrum/forsjáraðilum þar sem nemandinn og ferilmappa hans er í brennidepli.
hvetja nemendur/ foreldra/ forsjáaðila að skoða möppurnar heima.
👀 Hver gæti birtingarmynd í skólastarfinu orðið:
Leiðsagnarmiðað námsmat.
Vinna nemenda er verkefnamiðuð þar sem símat er í leiðarljósi og stór lokapróf á undanhaldi.
Nemendur taka ábyrgð á frammistöðu og í námi.
Nemendur og kennarar eru meðvitaðir um sameiginlegt markmið skólans.
Verkefni nemenda, framfarir og ferli eru sýnilegt öllum sem að nemandanum standa, þ.e. nemandinn sjálfur, kennarar og foreldrar/forsjáraðilar.
❗❗ Mikilvægt að hafa í huga:
Þegar verkefni eftir nemendur eru birt á netinu þarf að huga að þeim upplýsingum sem birtast. Öll gögn sem sett eru á netið skilja eftir sig stafræn fótspor. Þess vegna er mikilvægt að engar persónulegar upplýsingar nemenda séu birtar þ.e. persónulegar upplýsingar sem hægt er að rekja til einstaklingsins.
Athugið!
Nemendur í grunnskólum Reykjavíkurborgar geta ekki birt Google Sites síðurnar sínar opinberlega, aðeins fyrir þá sem tilheyra kerfi borgarinnar.
🌐 Hjálparsíður: