Hvernig virkar Google Sites?
Verkefni
Verkefni
Hér fyrir neðan er hægt að vinna verkefni sem æfir ykkur í að búa til heimasíðu
kennslumyndbönd: snjallkennsla.is
Stofnaðu síðu og veldu þér þema.
Skýrðu síðuna þína.
1. Búðu til síðu og breyttu yfirheitinu.
2. Settu inn textabox með upplýsingum um fagið þitt.
3. Settu inn mynd/myndband/skjal við hliðina á textanum þínum.
4. Stilltu texann eins og þú vilt hafa hann.
Búðu til undirsíðu og gefðu henni nafn.
Settu inn "Myndahringekju".
Veldu efniseiningu og settu inn á síðuna þína.
Settu inn mynd og texta.
Settu inn "Hnapp" og veldu þér síðu sem þú vilt tengja við hann.
Búðu til nýja síðu og gefðu henni nafn. Breyttu svo um mynd í síðuhausnum.
Farðu til hægri á skjánum og farðu í "Setja inn". Veldu sér svo eitthvað þrennt af því sem er það í boði og settu inn á síðuna. Það nægir að ýta á flísina og þá birtist það sem þú valdi á síðuna.
Inn á heimasíðu Laugalækjarskóla eru útskýringar á hverri flís fyrir sig.
Útskýringar á flísum til hægri.
Birtu heimasíðuna þína.
Mikilvægt er að breyta stillingum svo að aðrir komist inn á síðuna. Hægt er að breyta þeim um leið og þú birtir síðuna en líka eftir að síða hefur verið birt. Nemendur í grunnskólum Reykjavíkurborgar geta ekki birt Google Sites síðurnar sínar opinberlega, aðeins fyrir þá sem tilheyra kerfi borgarinnar.
Athugið!: Öll forrit innan Google (t.d. Docs, Slides og Forms) þarf að fara yfir stillingar og opna fyrir takmarkanir. Reykjavíkurborg er með öll forrit í Google stilltan sjálfkrafa þannig að aðgangur er takmarkaður. Þessum stillingum þarf að breyta í "opinbert" og er gert í sömu skrefum og hér á heimasíðunni, þ.e. fara í karlinn með plúsinn, ýta þar á "Tenglar" og breyta stillingum.
Þegar síða er birt
Eftir að síðu hefur verið birt