Hér að neðan eru dæmi um spurningar og verkfæri sem hægt er að láta nemendur nota í ígrundun sinni:
Ég spyr spurninga þegar ég skil ekki
Ég skipulegg mig
Ég gef mér tíma til að læra
Ég vinn heimanámið mitt
Ég kann að læra
Ég er sjálfstæður nemandi
Ég er jákvæður nemandi
Ég hef sjálfstraust í námi
Ég skil ekki allt þegar ég les námsefnið
Ég gleymi að spyrja kennarann um hjálp
Ég gleymi að fara yfir leiðbeiningar í verkefnum
Ég á erfitt með að muna það sem ég les í námsefninu
Verkefnin mín þurfa að vera fullkomin
Ég gleymi að vanda mig og er fljótfær
Ég er neikvæður gagnvart náminu
Ég finn mér verkfæri sem nýtast mér í náminu (t.d. hljóðbækur í lestri, minniskort, orðabækur o.s.frv.)
Ég nota skipulagsbækur/ skipulagsforrit til að skipuleggja mig
Ég nota glósurnar mínar þegar ég þarf að rifja upp námsefnið
Ég passa upp á svefninn minn
Dæmi um spurningar til ígrundunar:
Hvers vegna valdi ég þetta verkefni?
Hvað var skemmtilegt við verkefnið?
Lærði ég eitthvað nýtt í þessu verkefni?
Var eitthvað sem kom mér á óvart þegar ég vann við verkefnið?
Hvaða markmið setti ég mér áður en ég byrjaði á verkefninu?
Náði ég markmiði mínu?
Hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar verið er að ná markmiðum úr verkefnum?
Hvernig gekk að vinna verkefnið? (Rökstyðja)
Var þetta hópavinna? Hvernig gekk samvinnan í þessu verkefni?
Matskvarði yfir eigin vinnu í námi: