Snillismiðjur

Innblástur

Verkefni

Starfsþróun

Efniviður

Myndasíða

Makerspace á Íslandi

Hvað er Makerspace - snillismiðja?

Makerspace gengur undir ýmsum nöfnum hérlendis s.s. snjallsmiðja, hönnunarsmiðja, snillismiðja, gerver eða tilraunaverkstæði.

Hugmyndin byggir á eflingu sköpunar og uppbyggingu á hæfni sem kennd er við 21. öldina. Hönnun og sköpun á ekki bara heima í sérstökum kennslustundum, það á heima í öllu námi.

Makerspace er alls konar. Sum er mjög tæknivædd eins og Fab lab. Önnur eru blanda af tækni og föndri og enn önnur bjóða upp á kubba og föndur. Þannig að ein sameiginleg lýsing á þessu fyrirbæri er ekki til en tilgangurinn með þeim öllum er sá sami, að efla sköpunarhæfni notenda og kenna þeim að nýta hana sér til framdráttar í lífinu.

Í mörgum Makerspace rýmum er að finna þrívíddarprentara, föndurefni, tölvur til að hanna og forrita sem og aðrar vélar, svo sem vínylskera og saumavélar en þetta þarf ekki allt að vera til staðar. Makerspace snýst um hugarfar og tilgang verkefnanna, um að læra af mistökum og að læra að vinna eftir ákveðnu hönnunarferli.