Starfsþróun

Starfsþróun á Íslandi

Makerý námskeiðin eru hugsuð sem fjölbreyttar vinnusmiðjur sem tengjast Maker hugmyndafræðinni og STEAM-greinum (vísindi, tækni, verkfræði, skapandi greinar og stærðfræði). Nú þegar hefur Makerý verið haldið á Grundarfirði (2018) og Ísafirði (2019). Makerý verður næst haldið á Flúðum dagana 21.-22. mars 2020 - frestast vegna COVID19.

Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Menntabúðir eru haldnar víða um land:

FAB LAB er opinn vettvangur fyrir almenning, fyrirtæki, frumkvöðla, og nemendur. FAB LAB Ísland er með starfstöðvar á 7 stöðum á landinu og boðið er upp á mörg áhugaverð námskeið og námsbrautir.

UTís er viðburður skólafólks til þess að ræða saman um skólaþróun og upplýsingatækni og deila því sem það telur, af eigin reynslu, vera best fyrir nám og kennslu. Haldið árlega á Sauðárkróki.


Starfsþróun erlendis

Maker Faire viðburðir eru haldnir víða um heim allt árið um kring. Þetta eru hátíðir eða sýningar þar sem sköpun, vísindi og frumkvöðlafræði ræður ríkjum.

International Society for Technology in Education heldur úti öflugri vefsíðu og á hverju ári er haldnar stórar ráðstefna á mismunandi stöðum í Bandaríkjunum.

EdTechTeam er alþjóðlegt net menntunarfræðinga sem hvetja og styrkja kennara og skólastjórnendur í skólaþróun. Á hverju ári halda þeir ráðstefnur og smærri viðburði út um allan heim.

PSLA eru samtök skólasafna í Pennsylvaníu fylki sem halda stóra ráðstefnu áralega.

FlaLib eru samtök bókasafna á í Florída, Þau halda árlega áhugaverðar ráðstefnur

FabLearn leiðir saman helstu frumkvöðla í heiminum á sviði kennslufræði í hönnun og sköpun. Þeir standa fyrir ráðstefnum um allan heim.


Veflæg námskeið