Verið velkomin á safnsíðu MakeyMakey á Íslandi. Hér má finna leiðir til að efla skapandi hugsun með MakeyMakey sem verkfæri. Mörg verkefni eru fengin af vefsíðu MakeyMakey og staðfærð yfir á Íslensku. Önnur eru verkefni sett saman af kennurum hér á landi. Verkefnasíðan er sífellt í vinnslu og bætast við ný verkefni eftir því sem á líður.
Ef þú hefur verkefni til að deila má senda verkefnið til umsjónarmanns síðunnar; Brynju Stefánsdóttur, tölvupóstur: brynjast@gmail.com
Möguleikarnir eru óendanlegir þegar ímyndunaraflið er látið ráða för.
Skiptu um gír og gefðu útsjónarseminni lausan tauminn.
Eflum uppfinningalæsi allra ungra sem aldna. Hér má sjá aðra grein frá MakeyMakey um málefnið