Rauðkál

Rauðkálið hennar Ingu/Möggu sys. Það er alltaf gert á jólunum :) Mjög gott!

Innihald og eldun

1 rauðkálshaus, skorið smátt

100 ml vatn, soðið í potti

1 dós jarðarberjasulta

Smjör

1-2 msk borðedik

1 tsk salt

  1. Setja vatnið í pott ásamt sultunni.
  2. Rauðkálið er steikt í smjöri við vægan hita á pönnu og glasserað.
  3. Sett útí pottinn með vatninu í og soðið í 1 klst. Hræra vel í. Setja salt og borðedik útí.
  4. Smakka til og meta sætleika, t.d. sultu/sykur.