Sælgætisterta Margrétar

Innihald og bakstur

a) Botnar:

4 stk eggjahvítur

200 gr sykur

2 bollar rice crispies

Stífþeyta eggjahvítur og blanda sykrinum smátt saman við.

Blanda svo rice crisp. varlega útí með sleif.

setja bökunarpappír í 2 álform og hella deiginu útí.

Baka við 150°C í 45-60 mín.

b) Á milli:

1 peli þeyttur rjómi

1 peli súkkulaðirúsínur

---> blandað saman og sett á milli botnanna.

c) Súkkulaðikremið:

4 stk eggjarauður

4 msk flórsykur

---> hrært saman

100 gr brætt súkkulaði

---> bætt útí

1 peli þeyttur rjómi

---> að síðustu er rjómanum blandað saman við og kreminu er hellt yfir kökuna.