Brownie Guðrúnar

Kakan er best á öðrum til fjórða degi, alltaf að baka hana daginn áður en hún á að borðast!

Þessi uppskrift er frá Guðrúni systur og er albesta brownie sem ég hef bragðað :)

Thanx Guðrún!

Innihald og bakstur

1 og 1/4 dl sterkt kaffi

200 g sykur

250 g suðusúkkulaði (ég notaði 100 g suðu og 100 g 70% frá Nóa)

225 g smjör

4 egg

Sjóða kaffi og sykur saman í potti, ég læt malla mjög lengi, 30-40 mín á lágum hita en alltaf bullandi og hræri í öðru hvoru.

Taka af hellunni og setja súkkulaði og smjör útí. Þá kólnar blandan og þegar orðin fingurvolg má þeyta eggin saman við eitt í einu.

Smyrja form og strá hveiti á botn og kanta. Baka við 170 gráður í 60-70 mín. Kakan er best á öðrum til fjórða degi, alltaf að baka hana daginn áður en borðast!

Passar skv. uppskriftinni í 24 cm lausbotna mót. Ég mæli ekki með lausbotna þar sem deigið er svo þunnfljótandi að lekur út um smæstu rifur og í botninn á ofninum. Er farin að smyrja og hveitistrá bökunarpappír sem ég set í formið sem ég nota. Svo þarf að fylgjast mjög vel með henni svo maður baki ekki of lengi, taka út þegar fer að móta fyrir kökuáferð (smá

loftbólukennt) á klessunum sem loða við hníf sem er stungið í kökuna í ofninum.