Naan brauð

Rosa gott naan brauð.

Innihald og bakstur

200 ml mjólk

2 msk sykur

1 poki þurrger eða 5 tsk

600 gr hveiti

1 tsk salt

2 tsk lyftiduft

4 msk olía

1 dós hreint jógúrt

Krydd:

1 msk Maldonsalt

1 msk indverk kryddblanda (t.d. garam masala eða eitthvert gott krydd sem ykkur dettur í hug)

25 gr smjör

1-2 hvítlauksrif,

smátt söxuð

Setjið ger og sykur saman í skál og hellið volgri mjólk yfir. Látið standa í 15 mínútur. Blandið síðan hveiti, salt, lyftidufti, olíu og jógúrt saman við germjólkina. Látið deigið hefast í skál í 1 klst. við stofuhita. Hitið ofninn í 275°C eða 210-220 blátur. Skiptið deiginu í 10-12 hluta og hnoðið kúlur úr þeim. Fletjið síðan kúlurnar út nokkuð þunnt. Raðið brauðunum á plötu sem er klædd bökunarpappír og bakið þau í 5-7 mín. Þið getið líka bakað þau á efri grind á gasgrilli.

Bæðið svo smjörið og látið kryddið og hvítlaukinn úti. Þegar brauð er komið úr ofninum þá setja smjörblönduna ofan á heit brauðið.

Brauðin eru best heit. Fínt er að frysta þau og hita þau svo rétt fyrir matinn.