Skúffukaka Helgu

Ég hef fengið þessa skúffuköku síðan ég var lítil... it beats Betty Crocker anyday!

Kremið er dökkt.

Innihald

200 gr. brætt smjörlíki

3 bollar sykur

-hrært saman og síðan bæta eggjum

2 stk egg

-bætt í og hrært í ca. 2 mín.

4 bollar hveiti

3 msk. kakó

2 tsk. lyftiduft

1 tsk. sódaduft

2 bollar mjólk

- öllu blandað saman og hrært.

Sett í ofnskúffu og bakað við 200°C í 15-20 mínútur eða þar til kakan er tilbúin.

Síðan er kakan látin kólna aðeins áður en súkkulaðikremið er sett á og skreytt með t.d. kókósmjöli.

Súkkulaðikrem

- dökkt og gott

Flórsykur

Brætt íslenskt smjör

Slatti af kakó (helst Kötlu kakó)

Vanilludropar

Vatn/kaffi (ég nota kaffi)

Það er nauðsynlegt að smakka kremið til. Gott að hafa slatta af Kötlukakó og kaffi til að minnka sykurbragðið af flórsykrinum.