Hvítlaukskjúklingur Möggu

Magn fyrir ca. 4

Magga systir er fyrirmyndarkokkur og ég fékk þessa uppskrift hjá henni. Þrátt fyrir mikið magn hvítlauks þá yfirgnæfir hann ekki allt bragðið heldur blandast vel með öðrum kryddum. Þetta er svo einfaldur réttur að sé uppskriftinni fylgt í þaula þá mun rétturinn ekki klikka enda slegið í gegn í mörgum boðum!

Innihald og eldun

4 kjúklingabringur, pönnusteiktar og kryddaðar með sítrónupipar og arómati

3 heilir hvítlaukar (saxaðir fínt en ekki pressaðir)

1 laukur (saxaður fínt)

Brúnað á pönnu

1 krukka svartar ólífur (sneiddar)

1/2 lítri rjómi (síðast til að þykkja)

1 glas rauðvín (ekki súrt) bætt útí ofangreint

1 tsk italian seasoning (frá McCormick)

1 tsk paprikuduft

1 tsk sætt karrý (karrý Madras frá Pottagöldrum)

1 tsk timian

4 stk lárviðarlauf

Blanda sama og setja útí ofangreint

1 flaska Heinz Chili tómatflaska (frá Heinz)

Sett útí síðast.

Setja í eldfast mót og baka í ofni við 200°C í 20 mínútur á undir og yfirhita.

(Miðað við að rétturinn fari beint af heitri pönnunni í ofninn).

Með þessu skal bera fram:

  • Gott brauð ( en alls ekki hvítlauksbrauð þ.s. það er svo mikill hvítlaukur í réttinum).
  • Hrísgrjón
  • Salat