Hörfræ hrökkbrauð

Hrökkbrauð

Innihald

2 dl hörfræ

3 dl fræ (t.d. salatblanda - sólkjarnafræ, graskersfræ... )

Krydd eftir smekk (t.d. chili, smá salt, smátt skorin paprika...)

Undirbúningur

Hörfræin eru lögð í bleyti, vatnið látið ná aðeins upp fyrir fræin.

Þau eru látin liggja í vatninu í dágóða stund (þau drekka í sig vatnið).

Hellið afgangs vatni af (ef eitthvað er), blandið fræjum og kryddi saman við.

Sett með skeið á plötu.

Bakað við 140°C á blæstri í 30 mín.

Þá er kökunum snúið við og þær bakaðar aftur í 30 mín.