Frönsk súkkulaðikaka

Klassísk frönsk súkkulaðikaka sem passar vel sem eftirréttur eða í veisluna.

Gott að bera fram með ís eða rjóma.

Innihald og bökun

200 gr suðusúkkulaði

200 gr smjör

4 egg

250 gr sykur

60-70 gr hveiti

1. Bræða saman suðusúkkulaði og smjör við lágan hita.

2. Þeyta egg og sykur þar til blandan er orðin létt og ljós.

3. Kæla súkkulaðiblönduna lítillega og blanda henni síðan varlega saman við eggin og sykurinn.

4. Bæta hveiti saman við og hrærið varlega.

5. Hella í form og baka við 180°C í 25-35 mín.