Vatnsdeigsbollur Helgu sys

Innihald og bakstur

3 dl vatn

100 gr smjör

1 msk sykur

2 dl hveiti

3 stk egg

Meðhöndlun

Vatn, smjörlíki og sykri blandað í pott og hitað þar til fer að sjóða.

Hveitinu blandað saman við og hrært þar til deigið sleppir potti.

Kælt.

Þegar deigið er orðið kalt er það hrært og eggin sett út í, eitt og eitt í einu.

Látið á bökunarplötu með 2 teskeiðum.

Bakað við 220°C í 5 mínútur. Eftir það er hitinn lækkaður niður í 190°-200°C. Bakist ljósbrúnar (ca. 15 mín).