Indverskt tómatsalat

Mynd kemur síðar...

Þetta er frábært tómatsalat sem gott er að borða með t.d. naanbrauði eða sem meðlæti með mat.

Innihald

  1. 3 msk matarolía (corn oil)
  2. 1 msk cuminfræ eða sinnepsfræ
  3. 1/2 msk turmeric duft
 1. Hita olíuna í potti og setja síðan fræin útí. Þegar heyrist "pop" þá skal strax taka af hellunni (varúð, ekki brenna fræin). Síðan skal setja turmeric duftið útí og hræra.
  1. 6-8 tómatar, smátt skornir
  2. 2 laukar, smátt skornir
  3. ferskt kóríander, skorið smátt
  4. 2 bollar hrein jógúrt
  5. 2 græn chili (eða duft), smátt skorið
  6. salt eftir þörfum
 2. Blanda þessum hráefnum saman í skál og síðan að blanda #1 samanvið, hræra.