Hreindýrapaté

Hér er uppskrift af hreindyr.is

Hún er afrituð hingað svo að ég týni henni ekki.

Borið fram með grófu brauði og títuberjasultu.

Hreindýrapaté

400 gr. hreindýrahakk

200 gr. hreindýralifur hökkuð (má nota kjúklingalifur)

200 gr. hakkað svínaspekk

2 tsk salt

1 tsk pipar

1 msk timian

1 msk salvía

1 msk majoram/meriam

5 stk egg

1 peli rjómi (250 ml)

6 cl Koníak (má sleppa)

Aðferð

Öllu blandað vel saman, sett í form og bakað í vatnsbaði í 45-60 mín við ca.150°C

Borið fram með grófu brauði og títuberjasultu.