Heitur skinku- og aspasréttur

Mynd vantar...

Týpískur heitur skinkuréttur í afmælið eða saumaklúbbinn.

Magnið hér miðast við ca. 1 eldfast mót.

Innihald og eldun

Brauð án skorpu

1 dós sveppasmurostur

Niðursoðinn grænn aspas

1 dl rjómi

Skinka

Papríka

Rifinn ostur

  1. Smyrja botn.
  2. Setja brauð í botn án skorpu
  3. Setja í pott: 1 dós sveppasmurost, soði af aspas og 1 dl rjómi – hræra vel saman.
  4. Bæta útí: niðurskorna skinku, aspas og papríku.
  5. Hella ofaná brauðið, skella osti yfir og inn í ofn.
  6. Ofn 180°C í ca. 30 mín.