Pækill fyrir kalkún

Þetta er uppskrift frá Möggu sys.

Helga sys gerir þetta líka svona en svo veit ég að hún smeygir smöri undir húðina á kalkúninum áður en hún kryddar og eldar hann, til að hann verði mýkri og safaríkari.

Innihald

250 gr gróft salt

75 gr sykur

1 msk oregano

1 msk timian

2 tsk nýmalaður pipar

1 tsk engiferduft

½ tsk chilipipar

Undirbúningur

1. Sjóða 1 líter af vatni í stórum potti og hella öllu kryddi útí og láta það leystast upp. Taka svo pott af hellu. Bæta við 3-4 lítrum af köldu vatni.

2. Síðan má setja kalkún útí en aðeins ef vatnið er kalt (það má ekki vera heitt því hann á ekki að eldast í pæklinum!). Láta vatnið fljóta yfir kalkúninn og ef það næst ekki þá skal bæta við köldu vatni þar til vatn flæðir yfir kalkún. Síðan skal setja lok yfir pottinn en passa að kalkúnninn liggi ofan í vatninu (t.d. setja disk undir lokið til að halda kalkúninum niðri). Þetta geymist á köldum stað í 8-24 klst.

3. Að loknum geymslutíma skal taka kalkún upp úr og skola hann vel og þerra og láta standa í 30 mín.

4. Síðan er hann kryddaður eftir smekk og bakaður í 1:45 klst við 240°C. Þegar hann fer að dökkna er ágætt að leggja álpappír yfir hann svo skinnið brenni ekki meðan hann klárast að eldast að innan.