10 bekkur

Hæfniviðmið Hönnun og smíði – 9. bekkur

 

-Valið aðferðir, efni og verkfæri við hæfi og sýnt rétta og ábyrga notkun verkfæra.

-Unnið sjálfstætt eftir verkáætlun og vinnuteikningum, útbúið efnislista og reiknað kostnað.

-Sýnt frumkvæði í góðri umgengni og frágangi á vinnusvæði.

-Hannað verkefni út frá efni, fagurfræði, tækni, umhverfi, notkun og endingu.

-Beitt viðeigandi vinnustellingum og notað réttan hlífðarbúnað og fjallað um vinnuvernd og hvers vegna reglur þar að lútandi eru settar.

-Framkvæmt flóknari samsetningar, s.s. samlímingu, töppun og skrúfun. 

-Unnið sjálfstætt, sýnt frumkvæði og fylgt fyrirmælum. 

4 Reglur smíðinnar

Vinnuteikningar

Margar góðar hugmyndir byrja sem krass á blaði. Oft er byrjað á einfaldri skissu en síðan er gerð mákvæm og góð vinnuteikning.

Lestu meira um vinnuteikningar...

Mótorsmiðjan er fyrir þau sem vilja læra um vélar og vélbúnað.

Design thinking

Hönnunarhugarfar er mikilvæg vinnuaðferð í hönnun og smíði. 

Lestu meira um hönnunarhugarfar...

Smíðaverkefnin

Smíðaverkefnin í 10. bekk eru opin og frjáls. Með öðrum orðum er þér frjálst að velja hvað sem er til að hanna og smíða. Takmörkin eru stærð verkefna, efni og efnisval, og hvort við höfum aðstöðu, vélar og verkfæri til að framkvæma verkefnið þitt.

Einnig verður þú að fylgja hæfniviðmiðum og hönnunarhugarfarinu þegar þú hannar, teiknar og síðan (ef þú velur) að smíða hlutinn.

Margir velja að tengja skapandi skil í öðrum námsfögum við hönnun og smíði.

Laserskerinn

Smelltu hér til að lesa um hvernig við notum laserinn. Fab Mennt er með geggjuð verkefni og góðar leiðbeiningar um hvernig við notum laserinn

Allt sem þú þarft að vita um samsetningar