Verkfæri hafa fylgt mannkyninu frá upphafi. Hellisbúar bjuggu til frumstæð verkfæri á borð við hamra og axir og notuðu til smíða.
Í nútíma er til mikið magn ýmisa verkfæra, bæði stór og lítil, til almennra nota og til alls kyns sérsmíða.
Verkfefnið:
Veldu eitt verkfæri. Mátt velja úr verkfæralista okkar eða finna sjálfur
Kynntu þér sögu þess (t.d. með því að leita á netinu).
Hver er saga þessa verkfæris? Hver á hugmyndina? Er verkfærið alíslenskt? eða er hugmyndin fengin erlendis frá?
Teiknaðu skissu (grófa vinnuteikningu) af verkfærinu. Ef hægt er skal málsetja myndina.
Skrifaðu verklýsingu á því hvernig þetta verkfæri var búið til.
Taka þarf fram í verklýsingu:
· efnislista (gerð smíðaefna)
· Samsetningar
· verkferil (hvernig áhaldið er smíðað)
· verkfæri sem þarf til smíðinnar.
Hve mikið myndi kosta að smíða þetta verkfæri?
Verkefnaskil: Skapandi skil í samvinnu við kennara ( gærur, ritgerð, myndband, podcast... og fleira)
Þetta verkefni er samkvæmt hæfniviðmiðum 9. Bekkjar Stapaskóla.