Ritunarrammar

Ritun

Í kenningum um læsi sem samsetta hæfni til lestrar, ritunar og munnlegrar tjáningar er litið á ritun sem leið til samskipta. Í Byrjendalæsi er rík áhersla lögð á að nemendur fái merkingabær og mikilvæg verkefni til að vinna að í ritun. Þannig að nemendur skrifi um raunverulegar aðstæður innan sem utan skóla. Kennarinn hvetur nemendur til að hafa trú á stjálfum sér, ekki vera stöðugt að horfa í frágang heldur er áherslan á sköpunina og ferli ritunnar. Kennarinn hvetur nemendur til að nota eigin þekkingu og færni til sjálfstæðis. Í lok ritunarferlisins fá nemendur aðstoð til að vinna með lokafrágang ritverksins og þá eru þeir aðstoðaðir við greinamerki, réttritun o. fl.

Í Byrjendalæsi er unnið með margar mismunandi textategundir. Til að nemendur geti aukið færni sína í mismunandi textategundum þurfa þeir að fá stigskiptan stuðning. Ritunarrammar er mjög góð leið til að æfa/styrkja nemendur í ritun. Nemendur fá leiðsögn um það hvernig við skrifum ákveðnar upplýsingar inn í rammana og síðan tökum við þær saman og skrifum upp úr römmunum samfelldan texta.

Hér fyrir neðan eru dæmi um mismunandi ritunarramma og hvernig kennarar vinna með þá (Rósa Eggertsdóttir, 2019).

Líkt og ólíkt.pdf

Vennkort, líkt - ólíkt

Hugtakakort_sólarkort.pdf

Einfalt hugtakakort - sólarkort

Skipulag sögu.pdf

Skipulag sögu

Fræðslugrunnur2.pdf

Fræðslugrunnur

Sögukort (3).pdf

Sögukort








Heimildir

Rósa Eggertsdóttir. (2019). Hið ljúfa læsi, handbók um læsiskennslu fyrir kennara og kennaranema. Rósa Eggertsdóttir.