Athafnamiðað nám

Athafnamiðað nám/virkt nám

Í athafnamiðuðu námi er lögð áhersla á að nemendur fái tækifæri til að tengja nám við daglegt líf og vera þátttakendur í eigin námi.

Lögð er áhersla á að allt nám í kennslustofunni sé merkingarbært og að nemendur geti yfirfært það á eigin líf. Í Byrjendalæsi er t.d. lögð áhersla á vinnu út frá barnabókum, ljóðum og fræðibókum sem endurspegla reynsluheim barna og áhugasvið. Með því að tengja nám barna við áhugasvið þeirra og raunveruleikann sjá nemendur tilgang með náminu.

Kostir þess að vera með athafnamiðað nám eru m.a. þeir að við náum betur að höfða til ólíkra þarfa nemenda. Fleiri nemendur ná að sýna hæfni sína í námi. Athafnamiðað nám eykur virkni og þroska nemenda.

Athafnamiðað nám byggir á því að það sé raunverulegur tilgangur með náminu, að börnin fái að upplifa alvöru hluti og geta betur nýtt bakgrunnsþekkingu sína.


Dæmi um verkefni í athafnamiðuðu námi:

  • Fara í vettvangsferðir

  • Skoða gróður í náttúrulegu umhverfi

  • Taka sýni

  • Fara í fjöruferðir, fjallgöngu, berjamó o.s.frv.

  • Fara á söfn

  • Fá heimsóknir frá sérfræðingum (foreldrar)

  • Fá heimsóknir frá barnabókahöfundum

  • Skrifa bréf

  • Skrifa skilaboð

  • Skrifa afmælisboðskort

  • Skrifa afmæliskort

  • Búa til listaverk og út frá þeim halda listasýningu

  • Búa til bekkjarbók

  • Skrifa skáldsögu

  • Skrifa fræðibók

  • Taka viðtöl

  • Búa til myndbönd

  • Taka upp hlaðvörp

  • Halda kynningu með glærum (texti og myndir)

  • Skrifa blaðagrein

  • Búa til auglýsingu

  • Búa til uppskriftabók

  • Búa til leiðbeiningar/leiðbeiningabækling

  • Búa til borðspil og leiðbeiningar með því

  • Búa til leikrit og halda leiksýningu

Heimildir

Árdís Ívarsdóttir, Hafdís Guðjónsdóttir og Matthildur Guðmundsdóttir. (2005). Fagleg kennsla í fyrirrúmi.