Grunn- og framhaldsnámskeið

Byrjendalæsi

Til að tileinka sér kennsluaðferðir Byrjendalæsi þá fara kennarar í gegnum tveggja ára starfsþróunarverkefni. Þróunarverkefnið skiptist í námskeið að hausti og fimm vinnusmiðjur yfir skólaárið.

Námskeiðin í Byrjendalæsi eru haldin á hverju ári. Þau eru auglýst að vori. Námskeiðin hafa verið kennd á stór Reykjavíkursvæðinu og Akureyri. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu hafa þau verið kennd rafrænt haustið 2020 og 2021.

Leiðtogar í hverjum skóla halda svo utan um kennarana og starf þeirra yfir skólaárið. Yfir skólaárið eru fimm smiðjur sem leiðtogar sjá um að halda. Á smiðjunum er unnið með ákveðin viðfangsefni/þemu með umræðum og verkefnavinnu. Áður en kennarar koma á smiðjur horfa þeir á fyrirlestra um efni sem fjallað er um á smiðjunum.

Grunnnámskeið í Byrjendalæsi

Kennarar sem sækja grunnnámskeið í Byrjendalæsi sitja tveggja daga námskeið að hausti. Námskeiðið er haldið í ágúst. Yfir skólaárið sækja svo kennarar fimm námssmiðjur þar sem farið er dýpra í hvern þátt í kennsluaðferðinni.

Leiðtogar í hverjum skóla fyrir sig halda utan um smiðjurnar. Á minni stöðum hafa skólar verið að halda smiðjur saman og skipta ábyrgðinni á smiðjuhaldi á milli sín.

Framhaldsnámskeið í Byrjendalæsi

Kennarar sem sækja framhaldsnámskeið í Byrjendalæsi sitja eins dags námskeið að hausti. Námskeiðið er haldið í ágúst. Yfir skólaárið sækja svo kennarar fimm námssmiðjur þar sem farið er dýpra í hvern þátt í kennsluaðferðinni.

Leiðtogar í hverjum skóla fyrir sig halda utan um smiðjurnar. Á minni stöðum hafa skólar verið að halda smiðjur saman og skipta ábyrgðinni á smiðjuhaldi á milli sín.