Gæðatexti

Gæðatexti

Ávallt er lögð áhersla á að nota gæðatexta í Byrjendalæsi. Með gæðatexta er átt við vandaðan bókmennta- eða fræðatexta sem ýtir undir ímyndunarafl nemenda og kveikir áhuga þeirra. Þegar kennarar eru að velja bækur ættu þeir að hafa í huga aldur, áhugamál og lestraraðferðir og textann sjálfann. Mikilvægt er að velja bækur sem efla persónuþroska, félagsþroska, vitsmunaþroska og málþroska nemenda. Textinn sem lesinn er þarf að ýta undir jákvætt viðhorf nemenda til lestrar og vera ríkur af góðum orðaforða sem styrkir lesskilning nemenda (Rósa Eggertsdóttir. 2019. Hið ljúfa læsi. bls 107).