Kennsluáætlanir

Kennsluáætlanir

Gott skipulag er einn af lykilþáttum árangursríkrar kennslu, vönduð kennsluáætlun myndar umgjörð um kennsluna og auðveldar kennurum að vinna að markmiðunum með nemendum. Form og uppsetning áætlana er í höndum hvers og eins en eftirfarandi þætti er mikilvægt að hafa í huga í hverri áætlun.

Markmið

Ítarleg markmið s.s. hvers kyns orðaforða skuli efla eða hvers konar orð eða hugtök nemendum er ætlað að læra.

Miða þarf markmiðin að námsþörfum nemenda – gera ráð fyrir námsaðlögun.

Skýr þráður verður að vera milli markmiða, leiða, verkefna og námsmats.

Námsmat

Tengja matið markmiðunum.

Hver metur – kennari, nemandi sjálfur eða samnemandi.

Ólíkar þarfir og áhugasvið nemenda

Hvernig er komið til móts við alla nemendur?

Kennarastýrð stöð, sjálfstæð vinna nemenda, val um verkefni eða vinnuaðferðir.

Námsumhverfi

Hvaða umhverfi og aðstæður sköpum við nemendum okkar skv. þessari áætlun?

Svæði, stöðvar, spil og leikir.

Lestur – hlustun – tal – ritun

unnið með fjóra meginþætti móðurmálsins.

Þrepin þrjú

Frá heild til eindar og aftur til heildar.

Unnið með orðaforða textans á fjölbreyttan hátt á öllum þrepum.

1. þrep – Inntak texta (heildartexti, upplestur, upprifjun, þátttökulestur, skoðun á prenti, lestur nemenda, umræður....)

2. þrep – Sundurgreinandi vinna (ýmis konar lestur, lykilorð, hljóðkerfisvitund, sundurgreining, samtenging, skoðun á ritmáli/texta, orð, orðhlutar, stafir....)

3. þrep – Enduruppbygging texta (sjálfstæður lestur, ritun stafa, orða og málsgreina, nýr texti saminn, samræður, leikræn tjáning....)