Leiðsagnarnám

Leiðsagnarnám

Leiðsagnarnám (formative assessment) er þróunarferli sem stefnir að því að efla nám nemenda og gera þá virka þátttakendur í eigin námi. Þar sem kennarar, nemendur og félagar þeirra nota þá vitneskju sem liggur fyrir um námið og meta hvernig nemandanum gengur að tileinka sér þekkinguna til að taka ákvarðanir um framhaldið. Leiðsagnarnám byggir á þátttöku allra aðila sem að matinu koma.

Með leiðsagnarnámi fá nemendur leiðsögn reglulega yfir tímabilið sem þeir eru að læra ákveðna þætti sem hjálpar þeim að ná námsmarkmiðum sínum og verða betri námsmenn. Leiðsagnarnám þarf ekki eingöngu að vera frá kennara, sjálfsmat og jafningjamat getur líka verið hluti af leiðsagnarnámi. Í leiðsagnarnámi eru námsmatsgögn notuð sem grundvöllur til að bæta nám og kennslu. Hafa þarf í huga að einblína ekki eingöngu á gögnin. Aðaláherslan á að vera á ákvarðanatöku þ.e. hvað ætlar kennarinn að gera í framhaldinu af niðurstöðunum. Kjarninn í leiðsagnarnámi er að nemandinn fær reglulega endurgjöf og ábendingar um það sem hann getur bætt í sínu námi. Mikilvægt er að nemandi hafi skýra sýn á markmiðum sem ætlast er til að hann nái í námi sínu.


Heimildir

Nanna Kristín Cristiansen. (2021). Leiðsagnarnám Hversvegna, hvernig, hvað? Nanna Kristín Christiansen.

Wiliam, D. og Leahy, S. (2015). Embedding formative assessment. Practal techniques for k-12 classrooms. USA.