Sköpun

Sköpun

Með sköpun má stuðla að heilbrigðara lífi og ýta undir jafnrétti kynja eða annarra þjóðfélagshópa. Sköpun, lýðræði og jafnrétti haldast í hendur. Með því að stuðla að sköpun í skólastarfi greiðum við leiðina fyrir fjölbreytttu og kraftmiklu skólastarfi og búum nemendur undir að takast á við framtíð sem er óráðin. Sköpun er að uppgötva, njóta, örva forvitni og áhuga (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011).

Í Byrjendalæsi er unnið með sköpun í öllum kennsluáætlunum. Þegar komið er að enduruppbyggingunni á þrepi þrjú þá fær sköpunargleði nemenda að njóta sín til fulls. Í sköpunarferlinu þá geta nemendur mótað og búið til eitthvað nýtt og á þriðja þrepi eru nemendur hvattir til að tjá eigin þekkingu og skoðanir á fjölbreyttan hátt. Þeir fá stuðning á fyrsta og öðru þrepi til að byggja undir sína þekkingu sem þeir útfæra svo á sinn hátt í enduruppbyggingunni.

Heimildir

Aðalnámskrá grunnskóla 2011: Almennur hluti /2011.