Námsumhverfið

Námsumhverfið

Þegar skólastofan er skipulögð þarf að hafa í huga þarfir nemenda en einnig að huga að því að vinnuaðstæður kennara og stuðningsfulltrúa séu góðar. Fyrir starfsfólk getur verið gott að hafa “bifvélavirkja” stóla. Litlir stólar á hjólum, taka lítið pláss og auðvelda kennurum að fara á milli borða. Verndar einnig bakið þannig að starfsfólk er ekki stöðugt að beygja sig.

Fyrir nemendur þarf að passa að borð og stólar séu í réttri hæð. Gott að hafa í huga að börn í sama árgangi nota ekki endilega sömu stærð af stólum og borðum. Væri mögulega hægt að bjóða upp á mishá borð og stóla. Ef skólastofan er lítil er hægt að hafa í huga að það þarf ekki endilega að vera borð á barn. Börnin geta ef til vill verið tvö á borði og setið á móti hvort öðru.

Umhverfið þarf að vera lestrarhvetjandi og þannig uppbyggt að nemendur geti lesið við mismunandi aðstæður (t.d. við borð, í púðahorni, í kósý stól, í tjaldi). Hafa hillur þannig að bækur séu sýnilegar og skipta reglulega um þær. Markmið og bók vikunnar í Byrjendalæsi þurfa að vera á áberandi stað. Í upphafi hvers þema fer kennari yfir markmiðin og kynnir bókina og einnig aðrar bækur sem tengjast viðfangsefni þemans og eru í hillum í kennslustofunni.